„Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur“

„Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur, hvernig þetta …
„Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur, hvernig þetta var á árum áður á sjó,“ segir Steingrímur Helguson, sjómaður og hlaðvarpsstjórnandi. Hann safnar sögum sjómanna í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Það hafa verið skrifaðar ófá­ar sög­ur af sjó­mönn­um eða ein­stök­um at­vik­um og björg­un­araðgerðum á sjó, erfiðara er að finna sög­ur af sjó­manns­ferli sjó­manna sagðar af sjó­mönn­un­um sjálf­um. Sjó­maður­inn Stein­grím­ur Helgu­son sá ástæðu til að gera eitt­hvað í þessu og hef­ur hafið út­gáfu hlaðvarpsþátta þar sem sjó­menn sjálf­ir segja sína sögu.

Það er ekki hægt að þykja annað en að það hafi verið viðeig­andi að hug­mynd­in að hlaðvarpsþátt­un­um Sjó­ar­inn hafi orðið til á sjó. Stein­grím­ur seg­ist hafa setið ásamt vinnu­fé­lög­um að ræða hlaðvörp og þá hafi komið til tals skort­ur á hlaðvarpi um sjó­mennsku, sér­stak­lega sög­ur sjó­manna sjálfra. Umræðurn­ar fóru þá fljótt að snú­ast um hvernig væri hægt að gera slík­an þátt. Hann lét ekki þar við sitja og hóf vinnu að út­gáfu hlaðvarps.

Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

„Svona hlaðvarp er ekki til og sjald­an rætt um þessa sjó­mennsku sem var hérna á ár­un­um 1950, 1960 og 1970,“ seg­ir Stein­grím­ur sem kveðst leggja áherslu á að taka viðtöl við sjó­menn sem voru á sjó á þess­um árum. „Þeir hafa verið að segja frá at­vik­um og hlut­um sem þeir hafa lent í,“ seg­ir Stein­grím­ur og bæt­ir við að það hafi meðal ann­ars verið sagðar sög­ur af háska, slys­för­um, sigl­ing­um, elds­voða og svo líka skemmti­leg­ar sög­ur af líf­inu á sjó.

Gleymd­ur heim­ur

Þá er lögð sér­stök áhersla á að sjó­menn­irn­ir sem rætt er við segi sög­ur af sjálf­um sér og reynt að forðast að nafn­greina aðra sem kunna að koma við sögu, enda get­ur verið um erfiða lífs­reynslu að ræða. „Mér finnst eins og þetta sé gleymd­ur heim­ur, hvernig þetta var á árum áður á sjó. Aðbúnaður­inn var allt ann­ar um borð, ör­yggið var nán­ast ekki neitt. Maður heyr­ir aldrei þess­ar sög­ur nema maður hitti þessa karla og það eru ekk­ert mörg ár þar til þess­ir menn hverfa og það er svo dýr­mætt að heyra þetta frá þeim sjálf­um,“ út­skýr­ir Stein­grím­ur.

„Svo ætla ég að taka líka viðtöl við yngri kyn­slóðina og þeirra upp­lif­un. Ég er sjó­maður sjálf­ur og veit al­veg upp á hár hvernig þetta er, en það eru fleiri sem eru að hlusta á þetta sem þekkja þetta ekki. Svo er líka planið að tala við maka sem eru í landi um hvernig líf þeirra er, því það er aldrei talað um það. Sá þátt­ur er oft mjög van­met­inn, að sinna heim­il­inu og ann­ar aðil­inn alltaf á sjó.“

Hlaðvarpsþátta­stjórn­and­inn heit­ir áhuga­verðum viðtöl­um en hingað til hef­ur Björg­vin Sig­ur­jóns­son, einnig þekkt­ur sem Kúti, verið viðmæl­andi Stein­gríms og sagt frá sín­um ferli, en hann er þekkt­ast­ur fyr­ir hönn­un á Björg­vins­belt­inu sem hef­ur bjargað 22 manns­líf­um. Einnig hef­ur Magnús Þor­steins­son sagt sína sögu en hann er 84 ára og á 56 ára sjó­mennsku að baki.

Eng­inn vandi

Hann seg­ir viðtök­urn­ar hafa verið mun betri en hann reiknaði með. „Maður byrjaði á því að hringja í menn sem maður kannaðist við og spyrja hvort þeir hefðu áhuga á að koma í viðtal. Ein­hverj­ir sem hafa lent í ein­hverju slæmu höfðu ekki áhuga á að rifja upp sín­ar sög­ur en svaka­lega marg­ir hafa tekið vel í þetta. Síðan setti ég fyrsta þátt­inn á netið og þarna voru komn­ar ein­hverj­ar 500 hlust­an­ir á um viku. Marg­ir hafa haft sam­band og sagst ánægðir með þetta því þetta er hvergi til ann­ars staðar. Svo er ég að fá enda­laus­ar ábend­ing­ar um viðmæl­end­ur.“

Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

Blaðamaður velt­ir því fyr­ir sér hvort það sé erfitt að vera með reglu­leg­an hlaðvarpsþátt og sinna sjó­mennsku í fullu starfi, en Stein­grím­ur seg­ir það ekk­ert vanda­mál. „Ég und­ir­bý mig þegar ég er á sjó, fæ ábend­ing­ar og hringi í menn. Svo erum við að stoppa í landi í ágæt­is­tíma, kom­um viku­lega og stund­um tvisvar í viku, þannig að ég get tekið viðtöl­in þá og líka þegar maður er í frí­um. Þetta tek­ur ekki lang­an tíma þegar maður und­ir­býr sig vel. Svo er þetta auðvitað gam­an.“

Ætlaði bara í nokkra túra

Spurður um eig­in sjó­manns­fer­il svar­ar Stein­grím­ur: „Pabbi minn var á Snorra Sturlu­syni í Vest­manna­eyj­um og all­ir í fjöl­skyld­unni á sjó og ætli ég hafi ekki viljað prófa þetta líka. Þegar ég hringi í pabba þá spyr hann: Ætlar þú að fara á sjó?! Já, mig lang­ar að prófa það sagði ég. Ég fer svo um borð og gekk bara mjög vel, varð aldrei sjó­veik­ur eða neitt slíkt.

Ég var ein­hver tvö ár á Snorra þar til hann var seld­ur til Rúss­lands, svo ligg­ur leiðin um borð í Þór hjá Stál­skip­um í Hafnar­f­irði til 2010. Síðan fer ég að vinna hjá Ingi­mundi hf. á Helg­unni. Ákvað síðan að flytja til Nor­egs og fæ pláss á skipi sem heit­ir Lang­vin og er þar til hann er einnig seld­ur til Rúss­lands. Eft­ir það hjá Hav­fisk á skipi sem heit­ir Doggy og er þar til 2016. Þá kem ég heim og fer að vinna hjá Sam­herja á Oddeyr­inni þar til hún er líka seld. Það hafa nán­ast öll skip sem ég hef verið á verið seld. En ég fer svo á Björgu, en er á Helgu Maríu í dag.

Ég ætlaði bara að fara einn eða tvo túra en þetta varð þannig að ég er enn þá á sjó.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina