Óvissa enn til staðar

Lög­regl­an á Aust­ur­landi seg­ir að verið sé að rýna gögn sem safnað hafi verið og varði meðal ann­ars stöðug­leika ofan við rýmd hús á Seyðis­firði. Von­ir standi til að niðurstaða liggi fyr­ir síðar í dag. Ákvörðun verði í kjöl­farið tek­in um mögu­lega aflétt­ingu rým­ing­ar og þá hversu mik­il hún verði.

„Óvissa er enn til staðar og kann því að vera að rým­ing verði óbreytt og staðan tek­in að nýju í fyrra­málið. Til­kynn­ing verður send á þess­um vett­vangi um leið og niðurstaða ligg­ur fyr­ir en eigi síðar en um klukk­an 18,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is