„Þetta er svo óraunverulegt“

Svava Lárusdóttir, Elva Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Lárusdóttir.
Svava Lárusdóttir, Elva Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Lárusdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er strax farið að tala um upp­bygg­ingu. Það er Seyðis­fjörður í hnot­skurn, við tök­um þetta á hnef­an­um,“ segja Svava Lár­us­dótt­ir, Elva Ásgeirs­dótt­ir og Ingi­björg Lár­us­dótt­ir, Seyðfirðing­ar sem hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín eft­ir ham­far­ir síðustu daga. 

Kon­urn­ar búa ým­ist í Botna­hlíð eða Miðtúni á Seyðis­firði. Þær falla all­ar und­ir rým­ingaráætl­un al­manna­varna á svæðinu og telja ekki út­lit fyr­ir heim­för fyr­ir jól­in. 

„Það er ekk­ert út­lit fyr­ir það. Við erum rík að fólk­inu okk­ar, for­eldr­um okk­ar sem búa heima og eru ekki á rým­ing­ar­svæði svo við eig­um al­veg í skjól að venda,“ segja Svava og Ingi­björg. Þær féllu und­ir fyrstu rým­ingu á þriðju­dag og yf­ir­gáfu þá heim­ili sín. 

„Við fór­um bara með börn­in niður í þetta gist­i­rými á Lóns­leirunni í ör­uggt skjól. Við upp­lifðum okk­ur ekki ör­ugg með krakk­ana okk­ar þarna uppi í hlíðinni.“

Elva féll ekki und­ir sömu rým­ingu og taldi sig ör­ugga á sínu heim­ili. Það hafi verið þeim mun óraun­veru­legra þegar að því kom að rýma þurfti Miðtúnið. „Þetta er svo óraun­veru­legt. Miðtúnið hef­ur alltaf verið ör­uggt hérna. Miðjan á bæn­um hef­ur alltaf bara verið ör­ugg. Svo er Breiðablik bara komið niður fyr­ir Miðtúnið og ég vaknaði ekki einu sinni við það,“ seg­ir Elva. „Það erfiðasta við að fara heim er að við erum kom­in á hættu­svæði.“

Svava Lárusdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir og Elva Ásgeirsdóttir.
Svava Lár­us­dótt­ir, Ingi­björg Lár­us­dótt­ir og Elva Ásgeirs­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Upp­lifa sig ekki ör­ugg­ar 

Kon­urn­ar seg­ir að sam­hug­ur meðal Seyðfirðinga hafi verið ótrú­leg­ur. 

„Það hef­ur verið al­veg ótrú­leg­ur sam­hug­ur og sam­heldni. Það er svo mik­ill styrk­ur í því. Seyðfirðing­ar eru bara ótrú­leg­ir; ef eitt­hvað kem­ur upp á standa all­ir sam­an. Við mun­um öll hjálp­ast að í gegn­um þetta. Það verða all­ir vin­ir,“ segja þær. 

Þær hafa upp­lifað gríðarlega vel­vild alls staðar að. Rauði kross­inn hafi verið með ótrú­legt ut­an­um­hald með rým­ing­unni og vel hafi verið tekið á móti öll­um á Eg­ils­stöðum. „Það rign­ir bara yfir okk­ur alls kyns vænt­umþykju.“

Kon­urn­ar eru þó ekki viss­ar um að þær vilji fara heim á ný fyr­ir jól, jafn­vel þó að rým­ingu verði aflétt af svæðinu þar sem þær búa. Þeim finn­ist þær ekki ör­ugg­ar heima fyr­ir.

mbl.is