Tók myndband andartaki eftir að skriðan féll

00:00
00:00

Krist­inn Már Jó­hann­es­son slökkviliðsmaður var að dælu­störf­um þegar skriðan féll. Í meðfylgj­andi mynd­bandi sem hann tók má sjá viðbragðsaðila hlaupa um og reyna að átta sig á aðstæðum í ringul­reiðinni sem skapaðist.

Í sam­tali við blaðamann mbl.is lýs­ir Krist­inn því þegar hann var ein­ung­is steinsnar frá þeim stað þar sem skriðan féll. Meðal ann­ars má í mynd­band­inu sjá þegar björg­un­ar­sveit­ar­manni úr Ísólfi var hjálpað úr leðjunni. Þá var slökkvi­bíll í skriðufar­veg­in­um sem reynt var að koma úr hættu.

Í mynd­band­inu sést Fram­hús sem er stór­skemmt. Í hús­um þar sem bíl­ar stóðu fyr­ir utan var fólk bless­un­ar­lega búið að koma sér í burtu.

Í fram­hald­inu fór Krist­inn í sam­floti aðra björg­un­ar­sveita­menn og sótti fólk sem var inn­lyksa hinum meg­in við skriðuna.

mbl.is