Tók myndband andartaki eftir að skriðan féll

Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að dælustörfum þegar skriðan féll. Í meðfylgjandi myndbandi sem hann tók má sjá viðbragðsaðila hlaupa um og reyna að átta sig á aðstæðum í ringulreiðinni sem skapaðist.

Í samtali við blaðamann mbl.is lýsir Kristinn því þegar hann var einungis steinsnar frá þeim stað þar sem skriðan féll. Meðal annars má í myndbandinu sjá þegar björgunarsveitarmanni úr Ísólfi var hjálpað úr leðjunni. Þá var slökkvibíll í skriðufarveginum sem reynt var að koma úr hættu.

Í myndbandinu sést Framhús sem er stórskemmt. Í húsum þar sem bílar stóðu fyrir utan var fólk blessunarlega búið að koma sér í burtu.

Í framhaldinu fór Kristinn í samfloti aðra björgunarsveitamenn og sótti fólk sem var innlyksa hinum megin við skriðuna.

mbl.is