Vonast til að hefja verðmætabjörgun í dag

Forgangsatriði verður að opna Hafnargötuna. Til þess þarf að ryðja …
Forgangsatriði verður að opna Hafnargötuna. Til þess þarf að ryðja burt aur, vatni og braki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Von­ast er til að hægt verði að hefja verðmæta­björg­un á Seyðis­firði síðar í dag. Þetta seg­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um.

Ekk­ert björg­un­ar­starf er enn hafið á því svæði þar sem rým­ing er enn í gildi og hef­ur eng­inn farið inn á svæðið nema til að sinna brýn­ustu verk­efn­um eins og að tengja raf­magn, og þá aðeins til skamms tíma und­ir eft­ir­liti.

Rögn­vald­ur seg­ir að ekki verði hægt að hefja björg­un­ar­starf fyrr en óhætt þykir að vera inni á svæðinu í lengri tíma. Fund­ur al­manna­varna, aðgerðastjórn­ar á Aust­ur­landi og sér­fræðinga frá Veður­stof­unni hefst klukk­an tíu og ætti að liggja fyr­ir um há­degi hvort og þá hvernig verður staðið að frek­ari aflétt­ingu rým­ing­ar.

Gula svæðið, sem umlykur Hafnargötu, er enn lokað.
Gula svæðið, sem um­lyk­ur Hafn­ar­götu, er enn lokað. Kort/​Lög­regl­an

Björg­un­ar­sveit­ar­menn af Aust­ur­landi eru í start­hol­un­um og hafa síðustu dag­ar verið nýtt­ir í að skipu­leggja björg­un­ar­starf. Að sögn Rögn­valds verður fyrsta verk, þegar þar að kem­ur, að reyna að opna Hafn­ar­göt­una á ný en til þess þarf að moka aur og braki sem tepp­ir göt­una. Því verður komið fyr­ir á sér­stök­um stað svo að verðmæti sem kunni að leyn­ast þar glat­ist ekki.

Einn hóp­ur björg­un­ar­sveit­ar­manna verður síðan send­ur í hvert þeirra ell­efu húsa sem skemmd­ust í aur­skriðunum þannig að hægt verði að vinna á eins mörg­um stöðum og aðstæður leyfa. Þá er ekki ólík­legt að flætt hafi inn í önn­ur hús á svæðinu.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Eng­inn greind­ist já­kvæður í gær

Eft­ir há­degi í gær var rým­ingu aflétt á hluta Seyðis­fjarðar og er um helm­ing­ur íbúa því kom­inn aft­ur heim til sín. Rögn­vald­ur bein­ir því til þeirra að virða þær lok­an­ir sem eru í gangi og halda sig heima eins og kost­ur er. Þá minn­ir hann fólk á að huga að sótt­vörn­um.

„Það er mjög hátt for­gangs­atriði hjá okk­ur. Við vit­um að það er ekki hægt í öll­um til­vik­um og fólk gleym­ir sér þegar það er í svona verk­efn­um, en við biðjum fólk að muna þetta í lengstu lög,“ seg­ir hann. „Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að fá ekki Covid ofan í þetta allt sam­an. Það væri mjög erfitt.“

All­ir viðbragðsaðilar og fjöl­miðlamenn á svæðinu fóru í sýna­töku fyr­ir veirunni í gær en eng­inn greind­ist já­kvæður.

mbl.is