Ekki komast allir heim fyrir jól

Seyðisfjörður í dag.
Seyðisfjörður í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rým­ingu á stærst­um hluta þess svæðis á Seyðis­firði sem enn er lokaður, verður í fyrsta lagi aflétt 27. des­em­ber. Þetta var ákveðið eft­ir fund al­manna­varna, lög­reglu­stjór­ans á Aust­ur­landi, of­an­flóðasér­fræðinga Veður­stof­unn­ar og aðgerða- og vett­vangs­stjórn­ar.

Íbúar á þeim svæðum kom­ast því ekki heim fyr­ir jól. Rým­ing á hluta svæðis­ins verður hins veg­ar end­ur­met­in klukk­an átta í kvöld. 

Aðgerðastjórn á Aust­ur­landi er í sam­bandi við íbúa á þeim svæðum sem hafa verið rýmd og aðstoða þá við að finna sér skjól þar til þeir geta snúið aft­ur til síns heima.

Unnið er að hreins­un á þeim svæðum sem tal­in eru ör­ugg með það að mark­miði að lág­marka tjón sem kann að verða af því ef brak og aðrir lausa­mun­ir fara að fjúka til. Of­an­flóðasér­fræðing­ar hafa metið þau gögn sem safnað hef­ur verið síðustu

Rýming á rauða svæðinu verður lokað til 27. desember hið …
Rým­ing á rauða svæðinu verður lokað til 27. des­em­ber hið fyrsta. Rým­ingu á gula svæðinu verður hugs­an­lega aflétt í kvöld. Kort/​Lög­regl­an
mbl.is