Ekki komast allir heim fyrir jól

Seyðisfjörður í dag.
Seyðisfjörður í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rýmingu á stærstum hluta þess svæðis á Seyðisfirði sem enn er lokaður, verður í fyrsta lagi aflétt 27. desember. Þetta var ákveðið eftir fund almannavarna, lögreglustjórans á Austurlandi, ofanflóðasérfræðinga Veðurstofunnar og aðgerða- og vettvangsstjórnar.

Íbúar á þeim svæðum komast því ekki heim fyrir jól. Rýming á hluta svæðisins verður hins vegar endurmetin klukkan átta í kvöld. 

Aðgerðastjórn á Austurlandi er í sambandi við íbúa á þeim svæðum sem hafa verið rýmd og aðstoða þá við að finna sér skjól þar til þeir geta snúið aftur til síns heima.

Unnið er að hreinsun á þeim svæðum sem talin eru örugg með það að markmiði að lágmarka tjón sem kann að verða af því ef brak og aðrir lausamunir fara að fjúka til. Ofanflóðasérfræðingar hafa metið þau gögn sem safnað hefur verið síðustu

Rýming á rauða svæðinu verður lokað til 27. desember hið …
Rýming á rauða svæðinu verður lokað til 27. desember hið fyrsta. Rýmingu á gula svæðinu verður hugsanlega aflétt í kvöld. Kort/Lögreglan
mbl.is