Allir eiga sína uppáhaldsjólamynd og getur fólk tekist hart á um hver besta jólamynd allra tíma sé. Nido Student tók saman einkunnir jólamynda á öllum helstu vefsíðum og niðurstöðurnar leiddu í ljós að jólakvikmyndin með hæstu einkunnina er Klaus frá árinu 2019. Klaus er með meðaleinkunnina 91,67.
Þrátt fyrir að hafa aðeins komið út í fyrra á Netflix hefur myndinni einhvern veginn tekist að toppa klassískar jólamyndir sem hafa venjulega vermt efstu sætin á listanum.
Kvikmyndin It's a Wonderful Life frá árinu 1946 er í öðru sæti með meðaleinkunnina 91. Jafnar í 3. og 4. sæti eru The Nightmare Before Christmas og Die Hard með einkunnina 89.
Á óvart kemur að klassískar jólakvikmyndir eins og Home Alone, Love Actually og Elf komust ekki á topp 10-listann.
Lítið verður um jólaboð, jólasamkomur og jóladjamm þetta árið svo tilvalið er að renna yfir listann og athuga hvort það séu einhverjar jólamyndir á honum sem þú hefur ekki séð. Listann má sjá í heild á vef Nido Student.
Topp 10