Eru þetta bestu jólamyndir allra tíma?

It's a Wonderful Life er í 2. sæti yfir bestu …
It's a Wonderful Life er í 2. sæti yfir bestu jólamyndirnar. Ljósmynd/Wikipedia.org

All­ir eiga sína upp­á­hald­sjó­la­mynd og get­ur fólk tek­ist hart á um hver besta jóla­mynd allra tíma sé. Nido Stu­dent tók sam­an ein­kunn­ir jóla­mynda á öll­um helstu vefsíðum og niður­stöðurn­ar leiddu í ljós að jóla­kvik­mynd­in með hæstu ein­kunn­ina er Klaus frá ár­inu 2019. Klaus er með meðal­ein­kunn­ina 91,67. 

Þrátt fyr­ir að hafa aðeins komið út í fyrra á Net­flix hef­ur mynd­inni ein­hvern veg­inn tek­ist að toppa klass­ísk­ar jóla­mynd­ir sem hafa venju­lega vermt efstu sæt­in á list­an­um.

Kvik­mynd­in It's a Wond­erf­ul Life frá ár­inu 1946 er í öðru sæti með meðal­ein­kunn­ina 91. Jafn­ar í 3. og 4. sæti eru The Nig­ht­mare Before Christ­mas og Die Hard með ein­kunn­ina 89.

Á óvart kem­ur að klass­ísk­ar jóla­kvik­mynd­ir eins og Home Alone, Love Actually og Elf komust ekki á topp 10-list­ann.

Lítið verður um jóla­boð, jóla­sam­kom­ur og jóla­djamm þetta árið svo til­valið er að renna yfir list­ann og at­huga hvort það séu ein­hverj­ar jóla­mynd­ir á hon­um sem þú hef­ur ekki séð. List­ann má sjá í heild á vef Nido Stu­dent.

Topp 10

  1. Klaus  91,67
  2. It's a Wond­erf­ul Life  91
  3. The Nig­ht­mare Before Christ­mas  89
  4. Die Hard  89
  5. Scroo­ge (1951)  86,67
  6. The Mupp­et Christ­mas Carol  85,67
  7. Miracle on 34th Street  85
  8. A Christ­mas Story  85
  9. White Christ­mas  84,33
  10. Frozen II  84
mbl.is