Gata á Völlunum best skreytta gata Hafnarfjarðar

Íbúar við Furuvelli tóku við viðurkenningu um helgina.
Íbúar við Furuvelli tóku við viðurkenningu um helgina. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Furuvellir 13-25 í Hafnarfirði hlaut viðurkenningu fyrir best skreyttu götu Hafnarfjarðar þriðja árið í röð. Hafnarfjarðarbær veitti um helgina viðurkenningar fyrir best skreyttu húsin og best skreyttu götuna. 

Nokkur hús í bænum fengu viðurkenningu fyrir skreytingar sínar en viðurkenningarnar hafa verið veittar síðastliðin þrjú ár. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður menningar- og ferðamálanefndar heimsótti verðlaunahafana og afhenti þeim viðurkenningu og tré frá Skógrækt Hafnarfjarðar. Valið var í höndum menningar- og ferðamálanefndar Hafnafjarðarbæjar. 

Guðbjörg Oddný segir í samtali við mbl.is að þetta verkefni sé einstaklega skemmtilegt og það sé gaman að sjá íbúa bæta í skreytingarnar. Hafnafjarðarbær hefur lagt sig fram um að vera jólabær en þar er líka að finna Jólaþorpið vinsæla. Þá fór bærinn mun fyrr af stað með jólaskreytingarnar þetta árið vegna kórónuveirunnar. Guðbjörg segir það vera sína tilfinningu að það sé meira skreytt fyrir þessi jól en áður.

Austurgata 47

Austurgata 47 fékk viðurkenningu fyrir bjarta og fallega skreytingu við …
Austurgata 47 fékk viðurkenningu fyrir bjarta og fallega skreytingu við Lækinn sem gefur Austurgötunni jólalegan blæ. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Furuvellir 19 

Furuvellir 19 fékk viðurkenningu fyrir ótrúlega skrautlega og fallega skreytingu …
Furuvellir 19 fékk viðurkenningu fyrir ótrúlega skrautlega og fallega skreytingu þar sem bætt er í á hverju ári. Hér er sannkallaður metnaður á ferð og mest skreytta húsið. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Hellisgata 34

Hellisgata 34 fékk viðurkenningu fyrir að fylla götuna sannri jólagleði …
Hellisgata 34 fékk viðurkenningu fyrir að fylla götuna sannri jólagleði því nánast allt er skreytt sem hægt er að skreyta og meira að segja bíllinn, sem stendur í hlaðinu, hefur verið skreyttur. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Hlíðarbraut 5

Hlíðarbraut 5 fékk viðurkenningu fyrir bjarta og fallega skreytingu á …
Hlíðarbraut 5 fékk viðurkenningu fyrir bjarta og fallega skreytingu á fallegu húsi í gömlu hverfi. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Lækjarhvammur 20

Lækjarhvammur 20 fékk viðurkenningu fyrir fallega og líflega skreytingu í …
Lækjarhvammur 20 fékk viðurkenningu fyrir fallega og líflega skreytingu í Hvömmunum, fulla af litum og gleði. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Skipalón 21

Skipalón 21 fékk viðurkenningu fyrir skemmtilega skreyttan pall við fjölbýlishús …
Skipalón 21 fékk viðurkenningu fyrir skemmtilega skreyttan pall við fjölbýlishús sem gleður augað og fangar athygli fólks. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Skjólvangur 10

Skjólvangur 10 fékk viðurkenningu fyrir smekklega skreytingu í Norðurbænum sem …
Skjólvangur 10 fékk viðurkenningu fyrir smekklega skreytingu í Norðurbænum sem rímar vel við húsið. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Suðurgata 9

Suðurgata 9 fékk viðurkenningu fyrir framtaksemi í skreytingum. Garðurinn er …
Suðurgata 9 fékk viðurkenningu fyrir framtaksemi í skreytingum. Garðurinn er einstaklega fallega skreyttur og lífgar bæði uppá götuna og eins fyrir þá sem leið eiga leið um fótgangandi. Hér hefur mörgum bæjarbúanum verið boðið til að njóta og upplifa og greinilegt að íbúar hafa mjög gaman að gera fallegt í kringum sig. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær
Garðurinn við Suðurgötu 9.
Garðurinn við Suðurgötu 9. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Svalbarð 2

Svalbarð 2 fékk viðurkenningu fyrir líflega og hressandi skeytingu. Mikill …
Svalbarð 2 fékk viðurkenningu fyrir líflega og hressandi skeytingu. Mikill metnaður í skreytingum hér og mikið úrval af seríum. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær
mbl.is