„Guðs mildi að enginn skuli hafa slasast“

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

„Það er guðs mildi að eng­inn skuli hafa slasast eða misst líf í þess­um ham­förum, en eft­ir stend­ur ótt­inn við nátt­úru­öfl­in og sár á sál­inni sem þarf að græða,“ skrif­ar Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í kveðju til íbúa Seyðis­fjarðar sem birt hef­ur verið á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Gunnþór seg­ir það hafa verið „Guðs bless­un“ að að ákvörðun hafði verið tek­in um að vera ekki með starf­semi í frysti­húsi fyr­ir­tæk­is­ins þegar skriður tóku að falla úr hlíðum við Seyðis­fjörð. Þannig var eng­inn þeirra fimm­tíu starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á svæðinu á þess­um tíma.

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir það hafa verið mikla blessun að engin …
Fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar seg­ir það hafa verið mikla bless­un að eng­in starf­semi var í frysti­húsi fyr­ir­tæk­is­ins á Seyðis­firði er aur­skriður tóku að falla úr hlíðinni fyr­ir ofan bæ­inn, en þar starfa um fimm­tíu manns. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Mann­virki fyr­ir­tæk­is­ins voru utan ham­fara­svæðanna, raf­magn og hiti fóru af frysti­hús­inu en með góðum sam­skipt­um við aðgerðastjórn fékkst leyfi til að fara með starfs­menn inn á svæðið á sunnu­dag­inn og koma frysti­vél­um og búnaði í gang þannig að eng­inn skaði varð,“ skrif­ar hann.

Kveðja Gunnþórs í heild:

Tjónið á Seyðis­firði er mikið. Fólk hef­ur misst eig­ur sín­ar, íbú­ar hafa orðið fyr­ir áfalli þar sem nátt­úr­an minnti á sig. Skarð hef­ur verið höggvið í bæ­inn, sem er á meðal merk­ustu þétt­býliskjarna á land­inu og byggður að drjúg­um hluta upp af er­lend­um at­hafna­mönn­um á seinni hluta 19. ald­ar. Mik­il saga um djörf­ung og hug fyrri tíma hef­ur farið for­görðum. Sögu­fræg hús hafa horfið og sum þeirra hafa staðið í yfir 130 ár. Hús­in á Seyðis­firði eru mik­il­væg­ar minj­ar um bygg­ing­ar­stíl fyrri tíma.

Það er guðs mildi að eng­inn skuli hafa slasast eða misst líf í þess­um ham­förum, en eft­ir stend­ur ótt­inn við nátt­úru­öfl­in og sár á sál­inni sem þarf að græða. Það er brýnt að all­ir sem eiga um sárt að binda hugi að því og fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Leggja þarf ár­herslu á rann­sókn­ir í fjall­inu og koma þurfa fram trú­verðugar lausn­ir til að tryggja ör­yggi íbúa.

Hug­ur okk­ar allra er hjá íbú­um Seyðis­fjarðar og aðdá­un­ar­vert hef­ur verið að fylgj­ast með öllu því fólki sem staðið hef­ur í þess­um átök­um. Sjálf­boðaliðar björg­un­ar­sveit­anna eru enn og aft­ur að standa vakt­ina þegar þörf­in er mest, allt það fólk sem unnið hef­ur dag og nótt við aðgerðastjórn á vett­vangi, fólk sem hef­ur þurft að taka erfiðar ákv­arðanir. Sam­heldni sam­fé­lags­ins í kring­um Seyðis­fjörð sýn­ir enn og aft­ur hvað hjarta okk­ar er stórt þegar kem­ur að at­b­urðum sem þess­um.

Síld­ar­vinnsl­an er með um 50 starfs­menn í fiski­mjöls­verk­smiðju og frysti­hús­inu. Það er guðs bless­un að ákveðið var að vera ekki með starf­semi dag­inn ör­laga­ríka og því eng­ir af okk­ar starfs­mönn­um í hættu við störf sín. Mann­virki fyr­ir­tæk­is­ins voru utan ham­fara­svæðanna, raf­magn og hiti fóru af frysti­hús­inu en með góðum sam­skipt­um við aðgerðastjórn fékkst leyfi til að fara með starfs­menn inn á svæðið á sunnu­dag­inn og koma frysti­vél­um og búnaði í gang þannig að eng­inn skaði varð. Fersk­ur fisk­ur var í kæli húss­ins sem þurfti að koma í vinnslu annað. Á mánu­dag feng­um við leyfi til að fara með starfs­menn inn á svæðið og ná í ferska fisk­inn og nut­um við aðstoðar  varðskips­ins Týs við það verk­efni.

Staðan er þannig núna að svæðið er lokað og óvíst er hvenær við get­um farið með fólk inn á það.  Framund­an er gríðarlegt hreins­un­ar­starf og óvíst er hvað það tek­ur lang­an tíma.  Við von­umst til að geta farið að vinna fisk í frysti­hús­inu hinn 6. janú­ar nk.,  en við mun­um halda góðu sam­bandi við aðgerðastjórn á Seyðis­firði og von­umst til að eiga gott sam­starf við hana áfram.  Alla tíma­setn­ing­ar verða end­ur­metn­ar með til­liti til fram­gangs hreins­un­ar­starfs­ins.

Hug­ur minn og okk­ar allra er hjá Seyðfirðing­um núna. Þetta er erfitt, en sam­heldni og sam­taka­mátt­ur mun koma þeim í gegn­um þetta. Guð gefi Seyðfirðing­um öll­um gleðileg jól. Það mun aft­ur koma „vor við Seyðis­fjörð.“

Kveðja,

Gunnþór Ingva­son

mbl.is