Hluti íbúa getur snúið aftur heim

Seyðisfjörður eftir að aurskriðurnar féllu.
Seyðisfjörður eftir að aurskriðurnar féllu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðstæður í Botnabrún voru skoðaðar sérstaklega í dag og er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur séu á skriðu sem skapað geti hættu neðan Múlavegar. Fólki er því heimilt að snúa aftur heim í þau hús.

Umrædd hús eru gullituð á meðfylgjandi mynd.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu þá er í gildi rýming á því svæði sem er litað rautt og er sú ákvörðun í gildi til 27. desember.

mbl.is