„Mamma heldur ættarmót um jólin“

Margrét Bjarnadóttir.
Margrét Bjarnadóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Mar­grét Bjarna­dótt­ir kokk­ur er ein­stak­lega fær í eld­hús­inu. Hún ver aðfanga­degi vana­lega hjá for­eldr­um sín­um enda er móðir henn­ar, Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir, einn besti kokk­ur sem Mar­grét veit um og ein­stak­lega góð í að ná fjöl­skyld­unni sam­an um jól­in. 

Mar­grét Bjarna­dótt­ir er í fæðing­ar­or­lofi um þess­ar mund­ir með syni sín­um Bjarna Þór sem hún eignaðist ný­verið með unn­usta sín­um Ísaki Erni Krist­ins­syni. Hún seg­ir dag­ana mjög mis­jafna hjá sér en legg­ur áherslu á hreyf­ingu og að gera eitt­hvað upp­byggi­legt fyr­ir sig og fjöl­skyld­una.

„Ég ver mikl­um tíma með mínu nán­asta fólki. En það eru skrýtn­ir tím­ar í dag og lít­il regla á hlut­un­um. Mér líður best að hafa marga bolta á lofti og reyni alltaf að hafa eitt­hvað fyr­ir stafni, mér finnst það mik­il­vægt hrein­lega fyr­ir and­legu heils­una.“

Hvaða merk­ingu hafa jól­in fyr­ir þig?

„Ég elska jól­in. Jól­in síðustu ár hafa ein­kennst af mik­illi vinnu hjá mér því ég var kokka­nemi. Ég byrjaði á Geira Smart og kláraði samn­ing­inn á Vox Hilt­on. Það er mikið um að vera í eld­hús­um á þess­um tíma árs. Svo sú reynsla var krefj­andi en þetta var einnig mjög skemmti­leg­ur tími því fólk er í góðu skapi á þess­um árs­tíma og svo er alltaf skemmti­legt að bera fram hátíðarmat.

Ég er svo hepp­in að eiga þrjú yngri systkini og það hef­ur verið svo gam­an að vera með þeim í jó­laund­ir­bún­ingn­um. Baka sam­an kök­ur, velja daga­tal, skreyta heima og njóta sam­ver­unn­ar. Ég og yngsta syst­ir mín, Guðríður Lína, verj­um mikl­um tíma sam­an. Við för­um á hverju ári og velj­um nokkra pakka sem fara í góðgerðar­mál.

Mér finnst fátt skemmti­legra en að vera í góðra vina hópi og spila á þess­um tíma árs, ekki verra ef það er jólag­lögg með. Ann­ars er ég ein af þeim sem geri allt á síðustu stundu, á Þor­láks­messu er ég yf­ir­leitt á yf­ir­snún­ingi. Ég reyni þó alltaf að koma því við að fá mér Kalda jóla­bjór í frystu glasi. Það er ákveðin hefð hjá mér. Ég fór í fyrsta sinn í fyrra á jóla­sýn­ing­una í Ásmund­ar­sal. Mér fannst það æðis­legt og kem til með að gera það aft­ur. Ég get held­ur ekki sleppt því að minn­ast á stemn­ing­una á Jóm­frúnni í des­em­ber.“

Margrét Bjarnadóttir ásamt afa sínum, Baldvini Jónssyni og syninum Bjarna …
Mar­grét Bjarna­dótt­ir ásamt afa sín­um, Bald­vini Jóns­syni og syn­in­um Bjarna Þór. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Rjúp­an besti mat­ur­inn

Hvað verður á veislu­borðunum um jól­in?

„Mér finnst villi­bráð ómiss­andi um jól­in. Ég er ekki mikið fyr­ir reykt­an mat. Rjúpa er sá allra besti mat­ur sem ég fæ. Í minni fjöl­skyldu erum við oft­ast með humarsúpu eða rækju­kokteil í for­rétt og rjúp­ur með klass­ísku jólameðlæti í aðal­rétt. Mér finnst ómiss­andi að hafa waldorf-sal­atið henn­ar ömmu, með nóg af sherrí út í! Síðan sér amma yf­ir­leitt um að gera jólaís­inn. Ég hugsa að það sé best að amma sjái bara um hann, bróðir mömmu tók hann að sér eitt skiptið en áttaði sig á því að hann setti eggja­hvít­ur í staðinn fyr­ir eggj­ar­auður þegar fólk var byrjað að gæða sér á ísn­um.

Þóra Mar­grét mamma mín sér alltaf um jóla­mat­inn og ger­ir það með glæsi­brag, enda er hún einn besti kokk­ur sem að ég þekki.“

Áttu góða minn­ingu frá jól­un­um frá því þú varst barn?

„Ég er mikið jóla­barn og ekki skemm­ir fyr­ir að amma mín, Mar­grét, á af­mæli á aðfanga­dag. Ég á marg­ar góðar minn­ing­ar af jól­un­um sem barn. Ég bjó er­lend­is þegar ég var 5 ára og amma kom yfir jól­in. Við vökt­um hana með köku og söng. Ég hins veg­ar átti erfitt með að vakna þann morg­un­inn svo ég vaknaði við hlið ömmu þegar fjöl­skyld­an kom syngj­andi inn með kök­una. Það voru ákveðin von­brigði þar sem ég var ákveðin í að vakna snemma þann morg­un­inn og taka þátt í að und­ir­búa af­mælið henn­ar.“

Vel­ur að vera með furu­tré

Hvernig skreyt­ir þú fyr­ir jól­in?

„Ég og fjöl­skylda mín erum alltaf með lif­andi jóla­tré, og síðustu ár höf­um við verið með furu­tré. Ég er mjög hrif­in af furu­tré­inu.

Svo hef ég í gegn­um árin keypt eitt og eitt fal­legt jóla­skraut til að skreyta heim­ilið. Ég er er yf­ir­leitt bara með nokkra smá­hluti og síðan fal­leg kerti. Það er svo hlý­legt að vera með fal­leg kerti á þess­um árs­tíma.“

Hvað ger­ir þú alltaf fyr­ir heim­ilið fyr­ir jól­in?

„Það er ekk­ert ákveðið sem ég geri alltaf fyr­ir jól­in fyr­ir utan að hafa heim­ilið hreint og fínt, mætti segja að heim­ilið fái líka jólabað.

Svo eru tölu­vert fleiri kerti í hús­inu á þess­um tíma.“

Eruð þið fjöl­skyld­an sam­an eða eruð þið með stór­fjöl­skyld­unni?

„Við höf­um alltaf verið stór­fjöl­skyld­an og rúm­lega það. Ein­hvern veg­inn tekst mömmu minni alltaf að halda nokk­urs kon­ar ætt­ar­mót um jól­in. Það er mjög skemmti­legt og alltaf mikið líf á heim­il­inu. Í ár verða svo fyrstu jól­in hjá Bjarna Þór syni mín­um, það verður skemmti­legt.“

Fékk mataráhug­ann í gegn­um móður sína

Hef­urðu alltaf haft áhuga á matseld?

„Ég hef alltaf haft áhuga á því að borða góðan mat. Mamma mín hef­ur verið að vinna með mat og það var mikið horft á mat­reiðsluþætti heima. Upp­haf­lega kviknaði áhug­inn út frá því að borða mat, síðan nær­ing­ar­inni­haldi hans og loks að elda hann sjálf. Ég byrjaði að vinna á Happ veit­ingastaðnum þegar ég var 17 ára og þá fyrst byrjaði áhug­inn á mat­reiðslu. Það er ótrú­lega skemmti­legt að prófa sig áfram í eld­hús­inu.“

Ætlaðir þú alltaf að mennta þig sem kokk­ur?

„Ég út­skrifaðist sem stúd­ent úr Fjöl­brauta­skól­an­um í Garðabæ. Þaðan fór ég í gegn­um klás­us í hjúkr­un­ar­fræði en hætti þar á öðru ári þar sem að ég var ekki að finna mig í því námi. Tveim sól­ar­hring­um seinna var ég búin að skrifa und­ir nem­a­samn­ing í eld­húsi. Ég vildi ekki skrá mig í annað há­skóla­nám á þeim tíma­punkti, svo mér fannst til­valið að fara í mat­reiðslu­nám þar sem ég hefði mik­inn áhuga á mat­reiðslu og hafði einnig unnið í eld­húsi í nokk­ur ár. Ég kláraði sveins­prófið í janú­ar 2020. Nú hef ég skráð mig í lög­fræði í HR. Sann­kallaður ei­lífðar­námsmaður.“

Ertu með ákveðið þema þegar kem­ur að jólapökk­um?

„Nei, ekki inni­haldið í pökk­un­um. En yf­ir­leitt er ég með eitt­hvert þema þegar kem­ur að því að pakka inn og skreyta, en þemað breyt­ist á hverju ári. Ég hef mjög gam­an af skrýtn­um papp­ír­um og ein­hverju sem er fyndið eða skemmti­legt. Í fyrra var ég með svínaþema.

Svo reyni ég eft­ir bestu getu að gefa ekki gjaf­ir sem safna ryki.“

Manda­rínu-pavlóva

6 eggja­hvít­ur

400 g syk­ur

1 msk. korn­sterkja (maísmjöl)

1 1/​2 tsk. edik

Aðferð

Hitið ofn­inn í 120°C. Blandið maísmjöli og sykri sam­an. Þeytið eggja­hvít­ur og bætið smám sam­an sykr­in­um sam­an við. Hellið ed­ik­inu út í þegar eggja­hvít­urn­ar hafa náð stíf­um topp­um. Haldið áfram að þeyta þær þangað til mar­engs­inn er orðinn mjög stíf­ur. Setjið á ofn­plötu með smjörpapp­ír und­ir og bakið í 60 mín­út­ur. Látið kólna við stofu­hita. 

App­el­sínukrem

1/​2 bolli syk­ur

2 tsk. korn­sterkja

2 egg

2 eggj­ar­auður

1/​2 bolli fersk­ur app­el­sínusafi

1 msk. sítr­ónusafi

85 g smjör

Aðferð

Byrjið á því að skera smjörið niður í litla kubba. Blandið sykri og korn­sterkju sam­an í potti. Bætið eggj­um og eggj­ar­auðum sam­an við og hafið hell­una miðlungs­heita og hrærið stöðugt í blönd­unni. Því næst kem­ur app­el­sínusafi og sítr­ónusafi út í. Að lok­um setjið þið smjörkubb­ana smám sam­an út í og hrærið stöðugt í eða í um það bil sjö mín­út­ur eða þar til bland­an hef­ur þykknað hæfi­lega. Þegar bland­an hef­ur náð æski­legri þykkt skal taka hana strax af hita og setja í annað ílát. Kælið í 2-3 klukku­stund­ir. 

Rjómi

500 g rjómi

sérrí

Aðferð

Þeytið rjómann og bætið sérrí­inu út í eft­ir smekk. Þegar pavlóvu­botn­inn er til­bú­inn þá er rjóm­inn sett­ur ofan á. Hellið sína app­el­sínukrem­inu yfir. Raðið manda­rín­um í miðjuna á kök­unni og sigtið flór­syk­ur yfir. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: