Ráðherrar slegnir og segja mikið verk framundan

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýnir Seyðfirðingum stuðning.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýnir Seyðfirðingum stuðning. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðherr­ar í rík­i­s­tjórn voru að von­um slegn­ir yfir eyðilegg­ing­unni sem blasti við þeim er þeir komu á Seyðis­fjörð í morg­un, þar sem stór­ar aur­skriður féllu í síðustu viku. Eft­ir að hafa séð eyðilegg­ing­ar­mátt skriðanna með eig­in aug­um og hlustað á frá­sagn­ir bæj­ar­búa og viðbragðsaðila segj­ast ráðherr­ar staðráðnir í að styðja við Seyðfirðinga. 

„Það er auðvitað alltaf slá­andi á sjá svona með eig­in aug­um,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra við Viðar Guðjóns­son, blaðamann mbl.is, í dag. „Við erum auðvitað búin að sjá frétta­mynd­ir, eins og öll þjóðin höf­um við bara verið að fylgj­ast með.“

Mikið verk framund­an

„Ég hef oft komið hérna. Var viðloðandi LungA-skól­ann og fleira,“ seg­ir Katrín spurð að því hvort hún hafi tengst Seyðis­firði per­sónu­lega. Hún seg­ist eiga þar góða vini.

„Það er mikið verk framund­an og það er mjög mik­il­vægt að það verði ráðist í það hratt og ör­ugg­lega,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að um­hverf­is­ráðherra, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, hafi átt sam­ræður við sveit­ar­stjóra um flóða- og skriðuvarn­ir á svæðinu.

„Það eru menn­ing­ar­minjarn­ar sem ég veit að menn­ing­ar­málaráðherra er að skoða með Minja­stofn­un. Það skipt­ir auðvitað bara máli að það verði ráðist í þetta og að það verði stuðning­ur til staðar fyr­ir íbú­ana, bara and­leg­ur stuðning­ur.“

Í samtali við mbl.is sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og …
Í sam­tali við mbl.is sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, að snjóföl­in dempaði aðeins hug­hrif­in af eyðilegg­ing­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ráðast strax til aðgerða

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, tók í sama streng og for­sæt­is­ráðherra þegar hann lýsti aðkom­unni á Seyðis­firði í morg­un.

„Það er auðvitað bara erfitt að sjá þetta. Þetta er ógn­vekj­andi,“ sagði Sig­urður. 

Spurður að því hvort rík­is­stjórn­in ætlaði að taka þátt í upp­bygg­ing­ar­starfi var Sig­urður fljót­ur að svara. „Já, ég held að það sé eng­inn vafi í okk­ar huga og ég held ég geti al­veg sagt við Seyðfirðinga að all­ir Íslend­ing­ar standi á bakvið þá í þessu. Við mun­um fara hratt í það sem þarf að gera, það þarf að fara í hreins­un.“

„Hús á hliðinni, grjót og drulla yfir öllu.“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, var einnig spurður um hvaða til­finn­ing­ar vakni við að koma til Seyðis­fjarðar. 

„Það er bara slá­andi að sjá þetta. Það er bara eins og hér hafi rosa­leg­ar ham­far­ir átt sér stað: hús á hliðinni, grjót og drulla yfir öllu, flóð. Auðvitað varla ljós í nokkru húsi. Það er bara dap­ur­legt að horfa á þetta.“

Bjarni sagði það skipta einna mestu fyr­ir íbúa að end­ur­heimta ör­yggi og sjá fyr­ir sér betri framtíð. 

„Við erum auðvitað kom­in hingað til að sýna fólk­inu það að við ætl­um að standa með því. Mér finnst það skipta máli, að við ætl­um að standa með því og gera ráðstaf­an­ir til að verja það til framtíðar.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræðir við Seyðfirðinga.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ræðir við Seyðfirðinga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina