Reynt að opna fyrir umsóknir fyrir jól

Styrkirnir verða veittir vegna tekjufalls í kórónukreppunni.
Styrkirnir verða veittir vegna tekjufalls í kórónukreppunni. mbl.is/sisi

Starfs­menn skatts­ins vinna nú að því að hægt verði að opna fyr­ir mót­töku um­sókna um tekju­falls­styrki fyr­ir jól en ekki er þó ör­uggt að þær fyr­ir­ætlan­ir gangi eft­ir. Und­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur reynst flókn­ari en ætlað var á Alþingi þegar þingið samþykkti lög­in um tekju­falls­styrki 5. nóv­em­ber en þá var því haldið fram að hægt yrði að sækja um tekju­falls­styrki um mánaðamót­in nóv­em­ber og des­em­ber.

Í svari sem fékkst hjá skatt­in­um í gær seg­ir að unnið sé hörðum hönd­um að því að hægt verði að hefja mót­töku um­sókna um tekju­falls­styrki sem allra fyrst og það verði von­andi fyr­ir jól.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: