Sykurlausar Marengsbombur, karamellusósa og bláberjaís

Sykurlaus súkkulaðimús er mikið lostæti.
Sykurlaus súkkulaðimús er mikið lostæti. mbl.is/Marta María

Jól­in eru tími til að baka, út­búa deserta og leggja aðeins meira í mat­reiðsluna en hina daga árs­ins. Þeim fjölg­ar ört sem kjósa að setja ekki syk­ur inn fyr­ir sín­ar var­ir og þá þarf að finna aðrar leiðir til að gera til­ver­una syk­ur­sæta án þess að nota raun­veru­leg­an syk­ur. Þar að segja ef fólk vill hoppa á sæt­inda­vagn­inn! 

Það sem notið hef­ur vins ælda hjá þeim sem vilja ekki hvít­an syk­ur er að nota nátt­úru­lega sætu eins og stevíu og erythri­ol. Íslenska vörumerkið Good Good sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu á syk­ur­laus­um vör­um sem eru ein­stak­ar á bragðið. Choco Hazel er súkkulaðismyrja sem minn­ir á Nu­tella nema hið fyrr­nefnda er án hvíts syk­urs. Heima hjá mér er þess­ari súkkulaðismyrju smurt á nán­ast allt nema soðna ýsu. Þótt smyrj­an sé góð ein og sér eða út á vöffl­ur, pönnu­kök­ur eða út á heilsu­skál­ina þá er hún líka sniðugur kost­ur í bakstri og vel hægt að nota hana í gaml­ar klass­ísk­ar upp­skrift­ir í stað súkkulaðibráðar. Auðvitað er hnetu­bragð sem er ekki þegar dökkt súkkulaði er hitað yfir vatnsbaði en ég mæli ein­dregið með því að þið prófið ykk­ur áfram.

Það er til dæm­is ógur­lega ljúf­fengt að nota súkkulaðismyrj­una í súkkulaðibúðing sem marg­ir tengja við jól­in. Þess má geta að þessi upp­skrift var prófuð á nokkr­um vel völd­um starfs­mönn­um Morg­un­blaðsins og fékk al­gera topp­ein­kunn. 

Sykurlausir marengstoppar.
Syk­ur­laus­ir mar­eng­stopp­ar. mbl.is/​Marta María

Mar­engs­bomb­ur

Ef það eitt­hvað sem Íslend­ing­ar eru sólgn­ir í þá er það mar­engs. Í heim­in­um er talað um þrjár gerðir af mar­engs; fransk­an, ít­alsk­an og sviss­nesk­an mar­engs. Ef það er eitt­hvað sem við gæt­um kallað ís­lensk­an mar­engs þá er það það að nota stevíu í staðinn fyr­ir syk­ur. Íslend­ing­ar eru nefni­lega svo góðir í að finna leiðir til að halda áfram að gera vel við sig þótt heilsu­farið leyfi kannski ekki hvít­an syk­ur í bíl­förm­um. Sweet Like Sug­ar frá Good Good er dæmi um aðra góða vöru sem er sniðug fyr­ir þá sem eru að mastera syk­ur­leysi sitt. Þetta duft má nota á marga vegu en það er til dæm­is full­komið í mar­engs og viti menn, hann er nán­ast al­veg eins og hefðbund­inn. Bara ör­lítið önn­ur áferð!

4 eggja­hvít­ur

6 msk. Sweet Like Sug­ar frá Good Good

½ tsk. vanillu­drop­ar

¼ tsk. cream of tart­ar

ör­lítið salt

Aðferð Það skipt­ir máli að hafa eggja­hvít­urn­ar við stofu­hita þegar bakað er úr þeim. Það á ekki bara við í þess­ari upp­skrift held­ur al­mennt þegar bakað er.

Áður en þið byrjið að þeyta eggja­hvít­urn­ar skuluð þið stilla ofn­inn á 120°C og setja smjörpapp­ír á bök­un­ar­plöt­ur.

Þeytið eggja­hvít­urn­ar og þegar þær eru stífþeytt­ar bætið þið sæt­unni út í ásamt cream of tart­ar, salti og vanillu­drop­um. Ef þið viljið hafa fal­legt lag á mar­eng­stopp­un­um er gott að setja deigið í sprautu­poka og búa til kök­ur líkt og þið væruð að setja ís í brauðform í ísbúð. Þegar þið eruð búin að setja deigið fal­lega á bök­un­ar­papp­ír­inn er mar­engs­inn bakaður í um það bil 20 mín­út­ur. Þá er lækkað á ofn­in­um og hann sett­ur í 90°C og kök­urn­ar bakaðar í 20 mín­út­ur í viðbót. Best er að gera þetta á kvöld­in og leyfa mar­engs­in­um að kúra inni í ofn­in­um þegar búið er að slökkva á hon­um.

Klístruð kara­mellusósa

Kara­mellusósa er góð út á ís, út á kök­ur og svo er líka hægt að drekka hana (ef maður er al­veg stjórn­laus í jóla­stemn­ing­unni). Það dá­sam­lega við kara­mellusósu er að hún er of­ur­ein­föld, sem er eitt­hvað svo frá­bært.

50 g ósalt smjör

100 g síróp frá Good Good

4 dl rjómi

ör­lítið salt

Aðferð Byrjið á að setja smjör og síróp á pönnu og látið það bráðna sam­an. Þá er rjóm­an­um bætt út í. Þegar áferðin er orðin eins og þið væruð að fara að brúna kart­öfl­ur er kara­mellusós­an til­bú­in.

Syk­ur­laus blá­berjaís

Hvað ger­um við við fjór­ar eggj­ar­auður sem urðu af­gangs þegar mar­engs­inn var bakaður? Jú, við búum til ís. Til þess að halda áfram með syk­ur­lausa þemað ákvað ég að út­búa syk­ur­laus­an blá­berjaís úr blá­berja­sult­unni frá Good Good. Það er að sjálf­sögðu hægt að leika sér út í hið óend­an­lega við ís­gerð en hér er hug­mynd sem þið gætuð tekið lengra ef þið eruð í mjög miklu stuði!

4 eggj­ar­auður

50 g blá­berja­sulta frá Good Good

3 dl þeytt­ur rjómi

Aðferð Þið byrjið á að þeyta rjómann og setja hann til hliðar. Þá eru eggj­ar­auðurn­ar þeytt­ar vel og vand­lega og blá­berja­sult­unni bætt út í. Í lok­in er rjóm­an­um bætt var­lega út í.

Þið gætuð til dæm­is bætt syk­ur­lausu súkkulaði með stevíu út í ís­inn eða skorið tvö stykki af Krunc­hy Keto bar niður og sett út í hann. Svo má alltaf bæta við frosnu mangói eða hind­berj­um. Jól­in í ár eru svo­lítið jól­in þar sem þið prófið ykk­ur áfram og finnið nýj­ar hliðar á ykk­ur sem þið vissuð ekki af.

Vöfflu­vagn­inn

Mat­argatið og át­vaglið sem hér skrif­ar og bak­ar af mikl­um móð er með vöfflu­sýki á háu stigi. Vanda­málið er að venju­leg­ar vöffl­ur með hveiti og öllu því geta valdið heilsu­far­sveseni ef þær eru borðaðar í of miklu magni en þegar vöffl­urn­ar eru orðnar glút­en­laus­ar þolir búk­ur­inn þær bet­ur. Hér er því upp­skrift að glút­en­laus­um vöffl­um sem eru guðdóm­leg­ar með súkkulaðismyrju eða syk­ur­lausu sírópi.

3 egg

sirka 5 dl laktósa­frí mjólk eða kó­kos­mjólk

100 g smjör

1 bolli glút­en­laust hveiti með lyft­ingu

2 msk. kó­kos­hveiti

1 tsk. salt

1 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð Hrærið egg­in sam­an í skál, bræðið smjörið og hrærið það sam­an við. Þá er glút­en­lausu hveiti bætt út í smátt og smátt og líka kó­kos­hveit­inu. Þá er mjólk­in sett út í hægt og ró­lega. Það eru um það bil 5 dl í upp­skrift­inni en all­ar al­vöru­hús­mæður finna það þegar vöfflu­deigið er akkúrat upp á tíu. Bætið svo vanillu­drop­um sam­an við ásamt ör­litlu salti. Svo eru vöffl­urn­ar bakaðar. Gott er láta þær standa á grind­inni úr bak­ara­ofn­in­um svo þær verði sér­lega stökk­ar og bragðgóðar. Svo er líka ágætt að baka þær jafnóðum og borða þær meðan þær eru ennþá fun­heit­ar og stökk ar.

mbl.is/​Marta María

Syk­ur­laus súkkulaðibúðing­ur

3 egg

100 g Choco Hazel frá Good Good

1½ dl rjómi.

Aðferð Aðskiljið egg­in og stífþeytið eggja­hvít­urn­ar og setjið til hliðar. Þá er rjóm­inn þeytt­ur og sett­ur til hliðar. Því næst eru eggj­ar­auðurn­ar hrærðar í hönd­un­um í skál og súkkulaðismyrj­unni frá Good Good bætt út í. Þetta er dá­lítið óþjált til að byrja með en það þýðir ekki að gef­ast upp. Fólk þarf að halda áfram að hræra því smátt og smátt verður áferðin mýkri. Þegar búið er að vinna eggj­ar­auðurn­ar sam­an við súkkulaðismyrj­una er stífþeyttu eggja­hvít­un­um bætt út í. Í blá­lok­in er rjóm­an­um blandað sam­an við súkkulaðiblönd­una.

Það er hægt að fara nokkr­ar leiðir í að bera súkkulaðibúðing­inn fram. Hægt er að setja hann í fjög­ur gam­aldags kampa­víns­glös og pass­ar magnið akkúrat í fjög­ur slík. Það er líka hægt að láta búðing­inn taka sig í stórri skál en þá tek­ur ör­lítið lengri tíma að láta hann stífna.

Þeir sem eru ekki al­veg ávaxta­laus­ir geta skreytt með jarðarberj­um eða sett ör­lít­inn þeytt­an rjóma út á ef fólk vill gera sér­lega vel við sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: