„Takmarkanir á veiðar fullkomin ofstjórnunarárátta“

„Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði í sambandi …
„Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði í sambandi við smábátaflotann og smábátaveiðar að tryggja sem mestum veiðirétti þeim til handa,“ segir Arthur Bogason, nýkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda. Ljósmynd/Landssamband smábátaeigenda

„Mér finnst þetta nú sjálf­um pínu­lítið skrýtið allt sam­an, en ég var orðinn leiður á því að hanga uppi í stúku og vildi bara endi­lega kom­ast inná og ákvað þess vegna að at­huga hvort það væri ein­hver leið,“ seg­ir Arth­ur Boga­son, nýr formaður Lands­sam­band smá­báta­eig­enda, spurður um fram­boð sitt.

Hann er nefni­lega eng­inn nýgræðing­ur á þessu sviði en hann gegndi for­mennsku sam­bands­ins í tæp­lega þrjá­tíu ár eða frá 1985 til 2013. „Ég verð að viður­kenna það að eft­ir að vera hætt­ur í sjö ár þá varð ég al­veg stein­hissa á því hvað ég fékk mik­inn stuðning.“

Arth­ur var kjör­inn á aðal­fundi sam­bands­ins á föstu­dag en aðal­fund­ar­störf­um hafði verið frestað í tvígang, fyrst vegna far­ald­urs og síðar var kosn­ing­unni frestað vegna deilna um til­hög­un grá­sleppu­veiða.

Formaður­inn kveðst ekk­ert ung­lamb leng­ur enda orðinn 65 ára. „Ég er svo­lítið þreytt­ur á því að fólk sem er komið á minn ald­ur sé dæmt úr leik vegna þess að maður sé orðinn eitt­hvað hrum­ur. Það vant­ar mikið upp á það að topp­stykkið á mér hafi ólag­ast mikið. Það kannski batn­ar ekki með ár­un­um en ég er ekki orðinn ein­hver ær­ingi. Ég vona bara að ég sé hvatn­ing fyr­ir fólk á mín­um aldri um að það geti átt „come-back“ og að það eigi séns.“

Of­stjórn­un­ar­árátta

Hinn nýi formaður smá­báta­eig­enda seg­ir margt hafa breyst í um­gjörð smá­báta­veiða en að grund­vall­ar­atriðin séu ávallt þau sömu. „Ég lít svo á að það sé grund­vall­ar­atriði í sam­bandi við smá­báta­flot­ann og smá­báta­veiðar að tryggja sem mest­um veiðirétti þeim til handa og berj­ast fyr­ir sem mestu frjáls­ræði í þeirra veiðiskap,“ út­skýr­ir hann.

„Ég er al­gjör­lega sann­færður um það að þess­ar óhemju ströngu tak­mark­an­ir t.d. á hand­fær­um og línu­veiðum sé full­kom­in of­stjórn­un­ar­árátta og hef­ur ekk­ert að gera með vernd­un eða ein­hverja stjórn­un á stærð fiski­stofna. Það get­ur vel verið að við höf­um ein­hver áhrif á stærð fiski­stofna en að ímynda sér það að trillu­bát­ar séu þar ein­hver merkj­an­leg stærð er als ekki í lagi af mínu viti.“

Arthur lét af störfum sem formaður eftir 28 ár í …
Arth­ur lét af störf­um sem formaður eft­ir 28 ár í embætti. Nú er hann mætt­ur aft­ur og tel­ur grund­vall­ar­atriðin í smá­báta­veiðum þau sömu. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Þá skjóti það skökku við að þrengja sí­fellt að veiðum sem hann seg­ir vera þeir um­hverf­i­s­væn­ustu í ljósi mik­ill­ar umræðu um um­hverf­is­mál­in, auk skapa þess­ar veiðar mesta at­vinnu miðað við dreg­inn afla úr sjó, að sögn Arth­urs. „Það þarf enga kjarn­orkueðlis­fræðinga til þess að sjá að smá­bát­arn­ir með sín léttu og veiga­litlu veiðarfæri er sá út­gerðarflokk­ur sem veld­ur sem minnstri rösk­un á líf­rík­inu í haf­inu, hvers vegna eru þeir þá ekki með for­gang í veiðum – það er mér al­gjör­lega óskilj­an­legt.“

Vill beita sér fyr­ir sátt­um

Hart hef­ur verið deilt um grá­sleppu­veiðar inn­an fé­lags­ins og vill stór hluti fé­lags­manna að veiðarn­ar verði sett­ar í kvóta, eins og meiri­hluti þeirra sem stunda veiðarn­ar vilja, á meðan meiri­hluti fé­lags­manna lands­sam­bands­ins hafa viljað gera um­bæt­ur á nú­ver­andi kerfi.

Spurður hvort hann telji hægt að skapa sátt meðal fé­lags­manna um til­hög­un grá­sleppu­veiða, svar­ar hann að það sé tví­sýnt. „Ég held að það get­ur al­veg brugðist til beggja vona með það. Ég ætla að leggja mitt af mörk­um til að finna leið til að ná ein­hverri sátt, en ég ætl­ast ekki til þess að menn smal­ist í hólf eft­ir því sem ég skipa fyr­ir. Ég mun bara höfða til þess að það er samstaða sem hef­ur skilað okk­ur ár­angri en sundr­ung skilað ófarnaði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: