„Við erum með tvískipt jól“

Rannveig ásamt dætrum sínum tveimur; þeim Guðný Gabríelu og Helenu …
Rannveig ásamt dætrum sínum tveimur; þeim Guðný Gabríelu og Helenu Maríu.

Rann­veig Tryggva­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Kötlu hef­ur fundið upp á því að tví­skipt jól séu málið fyr­ir fjöl­skyld­una. Hún seg­ir að það hafi minnkað álagið mikið. 

Rann­veig Tryggva­dótt­ir á þrjú börn með eig­in­manni sín­um Bene­dikt Bjarna­syni og hafa þau fundið sína leið til að láta jól­in virka sem best fyr­ir alla. Jól­in eru alltaf anna­sam­ur tími fyr­ir hana í vinn­unni.

„Við erum að leggja loka­hönd á fram­leiðsluna á jóla­vör­un­um okk­ar hjá Kötlu. Jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn byrj­ar snemma hjá okk­ur en í Kötlu byrj­um við að fram­leiða jóla­vör­ur í ág­úst. Þetta er okk­ar aðal­vertíð og upp­á­halds­tími.“

Hvernig verða jól­in hjá ykk­ur?

„Við erum með tví­skipt jól. Við áttuðum okk­ur á því á aðfanga­dag, þegar eft­ir­vænt­ing­in eft­ir jól­un­um var al­veg að yf­ir­taka litla kroppa, að biðin bjó til streitu og álag. Við tók­um því upp okk­ar eig­in sið og höf­um fyrri og seinni jól. Það er ein besta ákvörðun sem við höf­um tekið.

Við byrj­um aðfanga­dag á jóla­bröns, svo opn­um við um það bil helm­ing­inn af pökk­un­um á nátt­föt­un­um með krökk­un­um. Þá er hægt að dunda sér við að lesa, elda, leika með dót og spila fram eft­ir degi. Um kvöldið erum við svo með venju­leg jól þar sem all­ir eru spari­klædd­ir og borðum jóla­mat­inn. Hjá okk­ur er þrenns kon­ar aðal­rétt­ur þar sem fjöl­skyldumeðlim­ir eru með ólík­ar mat­arþarf­ir. Það er því hnetu­steik, hangi­kjöt og kalk­únn í jóla­mat­inn. Þetta hent­ar öll­um afar vel hjá okk­ur, al­veg frá níu ára til 74 ára, þar sem tengdapabbi borðar alltaf með okk­ur á jól­un­um. Við kunn­um afar vel við þessa barn­vænu hefð og það hef­ur minnkað jóla­stressið til muna að gera þetta svona. Ég held að þessi til­raun sé bara kom­in til að vera í fjöl­skyld­unni.“

Ertu með eitt­hvað sem þú ger­ir alltaf fyr­ir jól­in?

„Ég geri alltaf smá­kök­ur með börn­un­um. Við skreyt­um oft pip­ar­kök­ur á aðvent­unni sem hverfa yf­ir­leitt beint í litla munna. Svo finnst mér graflax, sör­ur, kalk­únn og jóla­bjór ómiss­andi í des­em­ber.

Ég er mikið jóla­barn og finnst jól­in svo nota­leg­ur tími. Ég elska jóla­ljós­in í myrkr­inu.

Ég les mikið og er alltaf spennt að lesa jóla­bæk­urn­ar bæði fyr­ir börn­in mín og svo bara sjálf.

Svo finnst mér ofsa­lega hátíðlegt að fara í miðnæt­ur­messu í Frí­kirkj­unni á aðfanga­dags­kvöld.“

En aldrei?

„Ég er mikið fyr­ir að hafa hreint og fínt á heim­il­inu en ég er samt alls ekki týp­an sem ríf­ur allt út úr skáp­um og end­urraðar í geymsl­unni fyr­ir jól­in. Aðal­málið fyr­ir mér er að öll­um líði vel í huggu­legu um­hverfi. Eins hef ég aldrei kunnað að meta jóla­kon­fekt eða Mackintosh. Ég elska hins veg­ar sör­ur og finnst full­kom­lega eðli­legt að borða a.m.k. eina á dag í jó­laund­ir­bún­ingn­um.“

Ertu mik­il jóla­kona?

„Ég er mjög mik­il jóla­kona. Finnst svo mik­il stemn­ing og róm­an­tík fylgja jó­laund­ir­bún­ingn­um.“ Áttu skemmti­leg­ar minn­ing­ar frá jól­un­um þegar þú varst lít­il stúlka? „Já ég man lykt­ina af ham­borg­ar­hryggn­um henn­ar mömmu, að keyra út pakk­ana með jóla­sveina­húf­ur og svo jóla­boðin með stór­fjöl­skyld­unni. Að kúra og lesa jóla­bók á jóla­dag er einnig hluti af mín­um helstu jóla­m­inn­ing­um.“

Hvað býrðu til frá Kötlu á jól­un­um?

„Ég er betri í elda­mennsku held­ur en bakstri svo það hent­ar mér vel að gera smá­kök­ur úr til­búnu smá­köku­deig­inu frá Kötlu. Svo skreyt­um við fjöl­skyld­an sam­an pip­ar­köku­hús með glassúrn­um okk­ar líka. Ég bý líka svo vel að eiga syst­ur sem er lista­bak­ari og ger­ir heims­ins bestu sör­ur fyr­ir mig.

Ómiss­andi hluti af jól­un­um finnst mér líka vera an­an­as­frómasinn henn­ar mömmu. Hún ger­ir alltaf eina auka­skál fyr­ir mig og mína.“

Hvernig skreyt­irðu vana­lega heima?

„Ég er mest fyr­ir ein­fald­ar skreyt­ing­ar, hvít­ar jóla­ljósaserí­ur, kerti og rauða túlí­pana í vös­um. Ætli jóla­tréð sjálft sé ekki svona skraut­leg­asta jóla­skreyt­ing­in heima hjá okk­ur en það prýða kúl­ur í öll­um lit­um og lista­verk eft­ir börn­in mín.“

Hvað þykir þér vænst um tengt jóla­hátíðinni?

„Aðallega að njóta þess að vera með þeim sem manni þykir vænt um. Mér þykir afar vænt um jóla­trjáa­ferð sem pabbi stend­ur alltaf fyr­ir, fyrsta í aðventu, þar sem við systkin­in ásamt mök­um og börn­um för­um sam­an út í skóg, velj­um okk­ur jóla­tré og fáum okk­ur svo heitt kakó og nesti sam­an. Það er orðinn al­veg fast­ur liður í jó­laund­ir­bún­ingn­um. Svo þykir mér mjög vænt um allt tengt börn­un­um, jóla­sam­söng í skól­an­um og jóla­fönd­ur.

Jóla­hitt­ing­ar með vina­hópn­um finnst mér al­veg ómiss­andi í jó­laund­ir­bún­ing­um líka.“

Hug­arðu mikið að fatnaði fyr­ir alla fjöl­skyld­una?

„Hérna áður fyrr keypti ég alltaf sér­stök jóla­föt á alla í fjöl­skyld­unni. Í seinni tíð hef ég lært að nýta bet­ur það sem þau eiga, því oft­ar en ekki voru jóla­föt­in bara notuð nokkr­um sinn­um. En ég legg mikið upp úr því að all­ir séu samt fín­ir á jól­un­um og verð alltaf að ná hinni full­komnu jóla­mynd af þeim.“

Hreyf­ing skipt­ir Rann­veigu miklu máli. „Þó svo að jól­in séu tími af­slöpp­un­ar og góðs mat­ar finnst mér nauðsyn­legt að ná að minnsta kosti lág­marks­hreyf­ingu yfir hátíðirn­ar. Þá er ég ekki á núllpunkti þegar janú­ar mæt­ir með myrkrið og hvers­dags­leik­ann aft­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: