100 Seyðfirðingar fá ekki að halda jólin heima

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra ráðherra sem heimsóttu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra ráðherra sem heimsóttu Seyðisfjörð í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm­lega 100 Seyðfirðing­ar munu ekki halda jól á heim­il­um sín­um þetta árið vegna stærstu aur­skriðna sem fallið hafa á manna­byggðir frá land­námi. Sveit­ar­stjóri Múlaþings seg­ir að al­hliða hreins­un­ar­starf sé lang­tíma­verk­efni og að fyrst á dag­skrá sé að veita íbú­um Seyðis­fjarðar áfalla­hjálp.

Útlit er fyr­ir enn meira rign­inga­veður á morg­un og næstu daga og því treysta aðilar á veg­um Múlaþings sér ekki inná skriðusvæðið og horfa frek­ar til þess að hefja al­hliða hreins­un­ar­starf þann 27. des­em­ber.

„Við urðum að hætta hreins­un­ar­starfi al­veg þegar önn­ur skriða féll,“ seg­ir Björn Ingimars­son, sveit­ar­stjóri Múlaþings, í sam­tali við mbl.is. „Við höf­um nýtt tím­ann síðan þá til þess að skipu­leggja þetta starf,“ bæt­ir hann við. „Menn hóf­ust handa við það í dag að hreinsa til á hafn­ar­svæðinu.“

Að sögn Björns eru rúm­lega 100 Seyðfirðing­ar til­neydd­ir að halda jól­in ann­ars staðar en heima vegna ástands­ins. Þó séu marg­ir sem kjósa að eyða jól­un­um fjarri heim­il­um sín­um.

mbl.is