Fá að sækja eigur fyrir jól

Unnið er að hreinsun utan rýmingarsvæðisins.
Unnið er að hreinsun utan rýmingarsvæðisins. Ljósmynd/Lögreglan

Íbúar á Seyðis­firði, sem búa inn­an rým­ing­ar­svæðis, geta gefið sig fram í Ferju­hús­inu í dag og fengið fylgd í hús­in sín til að sækja nauðsynj­ar og aðrar eig­ur sem þeir vilja hafa yfir jól­in. Er þetta sama fyr­ir­komu­lag og síðustu daga.

Eft­ir það verður hins veg­ar ekki heim­ilt að fara inn á rým­ing­ar­svæðið vegna óhag­stæðrar veður­spár. Gert er ráð fyr­ir að hiti geti náð allt að átta gráðum og þá get­ur snjór farið að bráðna í fjöll­um. Að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu geta þær aðstæður raskað þeim stöðug­leika sem mynd­ast hef­ur í skriðusár­um og má bú­ast við ein­hverri hreyf­ingu á svæðinu.

Staðan verður end­ur­met­in á ný þegar kólna fer aft­ur en rým­ing­in verður ekki end­ur­skoðuð fyrr en 27. des­em­ber, þegar áætlað er að hefja skipu­lagða vinnu við hreins­un og viðgerðir.

Þjón­ustumiðstöð al­manna­varna er til húsa í Herðubreið, menn­ing­ar- og fé­lags­heim­ili Seyðis­fjarðar, og verður opin í dag, Þor­láks­messu, frá kl. 11-18, dag­ana 27.-30. des­em­ber frá 11-18 og á gaml­árs­dag frá 11-13.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sjást hér á …
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sjást hér á Seyðis­firði í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is