Litlar skriður gætu fallið

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Eggert Jóhannesson

Veður­spá á Seyðis­firði ger­ir ráð fyr­ir hlýn­un upp að átta gráðum á morg­un og get­ur þá snjór farið að bráðna í fjöll­um. Þess­ar aðstæður geta raskað þeim stöðug­leika sem hef­ur mynd­ast í skriðusár­un­um og má í kjöl­farið bú­ast við ein­hverri hreyf­ingu á svæðinu og gætu litl­ar skriður fallið þar sem stóra skriðan féll fyr­ir helgi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skriðusér­fræðingi á Veður­stofu Íslands verður staðan á rýmda svæðinu end­ur­met­in 27. des­em­ber.

„Spár gera ráð fyr­ir hlý­ind­um á aðfanga­dag og fram á jóla­dag og þá gætu fallið litl­ar skriður í hlut­um hlíðanna sem los er komið á vegna skriðufalla und­an­farna daga,“ seg­ir skriðusér­fræðing­ur­inn Tóm­as við mbl.is.

Hann seg­ir að vel sé fylgst með öllu svæðinu til að sjá hvernig þró­un­in verður næstu daga.

Ekki er spáð rign­ingu á Seyðis­firði næstu daga en Tóm­as seg­ir að það séu hlý­ind­in sem gætu komið ein­hverri skriðu af stað.

Hann seg­ir já­kvætt að eng­in rign­ing sé í kort­un­um. „Stöðug­leik­inn batn­ar dag frá degi og við sjá­um ekki annað en að þarna sé allt að þró­ast til betri veg­ar eft­ir því sem dag­arn­ir líða frá því það hætti að rigna.

mbl.is