Þrívíddarmyndband sýnir tjónið á Seyðisfirði

Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi. Aurskriðan nær talsvert í …
Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi. Aurskriðan nær talsvert í sjó fram og eyðileggingin alger. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verk­fræðistof­an Efla hef­ur út­búið þrívídd­ar­mynd­band þar sem sjá má ham­fara­svæðið á Seyðis­firði fyr­ir og eft­ir að aur­skriðurn­ar féllu.

Starfs­fólk Eflu hef­ur unnið að gagna­söfn­un og kort­lagn­ingu á svæðinu fyr­ir Veður­stof­una og Of­an­flóðasjóð og fel­ur sú vinna í sér mæl­ing­ar og vökt­un á jarðlög­um, at­hug­un á vatns­hæð í fjall­inu og mæl­ing­ar á færslu á jarðvegi. Þá flaug Efla dróna yfir svæðið og setti fram kortalík­an til að hægt væri að greina bet­ur ástand svæðis­ins.

Gögn­in eru síðan nýtt til ákv­arðana um rým­ingu og skipu­lagn­ingu hreins­un­ar­starfs. 

Mynd­bandið má sjá hér að neðan. 

mbl.is