Þrívíddarmyndband sýnir tjónið á Seyðisfirði

Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi. Aurskriðan nær talsvert í …
Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi. Aurskriðan nær talsvert í sjó fram og eyðileggingin alger. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfræðistofan Efla hefur útbúið þrívíddarmyndband þar sem sjá má hamfarasvæðið á Seyðisfirði fyrir og eftir að aurskriðurnar féllu.

Starfsfólk Eflu hefur unnið að gagnasöfnun og kortlagningu á svæðinu fyrir Veðurstofuna og Ofanflóðasjóð og felur sú vinna í sér mælingar og vöktun á jarðlögum, athugun á vatnshæð í fjallinu og mælingar á færslu á jarðvegi. Þá flaug Efla dróna yfir svæðið og setti fram kortalíkan til að hægt væri að greina betur ástand svæðisins.

Gögnin eru síðan nýtt til ákvarðana um rýmingu og skipulagningu hreinsunarstarfs. 

Myndbandið má sjá hér að neðan. 

mbl.is