Tvær mörgæsir faðmast eftir makamissi

Mörgæsir eru skemmtilegar, en vinningsmyndina má sjá hér neðan í …
Mörgæsir eru skemmtilegar, en vinningsmyndina má sjá hér neðan í fréttinni. AFP

Mynd af tveim­ur mörgæs­um, ekkju og ekkli, sem virðast hugga hvor aðra hef­ur verið val­in verðlauna­mynd tíma­rits­ins Oceanograp­hic.  Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Mynd­ina tók Tobi­as Baum­ga­ertner í Mel­bour­ne í Ástr­al­íu. 

Á St. Kilda-bryggj­unni í Mel­bour­ne er að finna um 1.400 smá­gerðar mörgæs­ir sem eru oft kall­ar „fairy pengu­ins“ á ensku.  

Tobi­as frétti  mörgæs­irn­ar tvær hefðu ný­lega misst maka sína og sæj­ust oft hugga hvor aðra á bryggj­unni. Mörgæs­in hægra meg­in á mynd­inni mun vera kven­kyns og mörgæs­in vinstra meg­in karl­kyns. 

„Þær hitt­ast reglu­lega, hugga hvor aðra og standa sam­an klukku­tím­un­um sam­an og fylgj­ast með ljós­un­um frá ná­lægri borg,“ sagði Tobi­as. 

Ljós­mynd­ar­inn eyddi þrem­ur nótt­um með mörgæs­un­um enda reynd­ist erfitt að ná ljós­mynd­inni því smá­gerðu mörgæs­irn­ar hreyfðu sig mikið. Það tókst þó að lok­um og úr varð verðlauna­mynd. 

 

mbl.is