Margir hafa skoðanir á jólakvikmyndum. Oft tekst virkilega vel til þegar jólamyndir eru framleiddar og lifa þær með fjölskyldum lengi. Stundum tekst hins vegar ekki vel til. Versta jólamynd allra tíma er samkvæmt rannsókn Nido Student kvikmyndin Saving Christmas frá árinu 2014 með einkunnina 22 af 100.
Nido Student tók saman meðaleinkunn 164 jólamynda á netinu. Þetta eru jólamyndirnar sem verma 10 neðstu sætin á listanum.