Jólaljósin loga í sögufrægu hverfi þrátt fyrir veiruna

00:00
00:00

Þótt heims­far­ald­ur geisi og marg­ir eigi um sárt að binda fyr­ir þessi jól loga jóla­ljós­in skært í sögu­frægu hverfi í Brook­lyn­hverfi í New York. Hefð er fyr­ir því að íbú­ar hverf­is­ins skreyti mikið fyr­ir jól­in, svo mikið að hverfið er stund­um kallað jólaþorp. 

Einn íbúi í göt­unni seg­ir í sam­tali við AFP að þau hafi verið tví­stíg­andi með að setja upp jóla­skrautið fyr­ir þessi jól en að lok­um ákveðið að gera það samt. 

Jóla­ljós­in hafa sem fyrr mikið aðdrátt­ar­afl og legg­ur fólk leið sína í hverfið hvaðanæva úr borg­inni.

mbl.is