Svona gerir þú jólin betri

Brooke Lark

Þessi súkkulaðibúðing­ur er löngu orðinn klass­ísk­ur en oft­ast hef ég notað hefðbundið suðusúkkulaði í búðing­inn eða annað dökkt súkkulaði. Þar sem nokkr­ir í fjöl­skyld­unni eru sólgn­ir í kara­mellu­fyllt súkkulaði frá Nóa Síríus ákvað ég að nota það í staðinn fyr­ir hefðbundið suðusúkkulaði og viti menn – það sló í gegn. Búðing­ur­inn var borðaður upp til agna á mettíma og verður bor­inn aft­ur á borð um jól­in.

200 g Síríus Pralín súkkulaði með kara­mellu­fyll­ingu (tvær plöt­ur)

3 egg

1 og 1/​2 dl rjómi

Kara­mellu­syk­ur til skrauts

Aðferð

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Það get­ur orðið svo­lítið skrýt­in áferð á því út af kara­mell­unni en hún lag­ast um leið og eggj­ar­auðurn­ar eru hrærðar sam­an við súkkulaðibráðina. Egg­in eru sem sagt aðskil­in og eggja­hvít­an stífþeytt og sett til hliðar. Þegar búið er að stífþeyta eggja­hvít­urn­ar er rjóm­inn þeytt­ur. Svo eru eggj­ar­auðurn­ar hrærðar út í súkkulaðibráðina.

Því næst er eggja­hvít­unni blandað var­lega sam­an við súkkulaðibráðina og loks er þeytta rjóm­an­um bætt út í.

Þegar búðing­ur­inn er til­bú­inn er hann sett­ur í fal­leg­ar desert­skál­ar eða glös og svo er gott að strá smá kara­mellu­sykri út í og skreyta með berj­um eða öðru fín­eríi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: