Þessi súkkulaðibúðingur er löngu orðinn klassískur en oftast hef ég notað hefðbundið suðusúkkulaði í búðinginn eða annað dökkt súkkulaði. Þar sem nokkrir í fjölskyldunni eru sólgnir í karamellufyllt súkkulaði frá Nóa Síríus ákvað ég að nota það í staðinn fyrir hefðbundið suðusúkkulaði og viti menn – það sló í gegn. Búðingurinn var borðaður upp til agna á mettíma og verður borinn aftur á borð um jólin.
3 egg
1 og 1/2 dl rjómi
Karamellusykur til skrauts
Aðferð
Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Það getur orðið svolítið skrýtin áferð á því út af karamellunni en hún lagast um leið og eggjarauðurnar eru hrærðar saman við súkkulaðibráðina. Eggin eru sem sagt aðskilin og eggjahvítan stífþeytt og sett til hliðar. Þegar búið er að stífþeyta eggjahvíturnar er rjóminn þeyttur. Svo eru eggjarauðurnar hrærðar út í súkkulaðibráðina.
Því næst er eggjahvítunni blandað varlega saman við súkkulaðibráðina og loks er þeytta rjómanum bætt út í.
Þegar búðingurinn er tilbúinn er hann settur í fallegar desertskálar eða glös og svo er gott að strá smá karamellusykri út í og skreyta með berjum eða öðru fíneríi.