Rýming endurskoðuð eftir helgi

Frá Seyðisfirði eftir skriðuföllin.
Frá Seyðisfirði eftir skriðuföllin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði og rým­ing að hluta í gildi vegna skriðuhættu en rým­ing­in verður end­ur­skoðuð 28. des­em­ber. Áfram er fylgst með aðstæðum ofan Eskifjarðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­an­um á Aust­ur­landi.

Síðasta sóla­hring var fylgst sér­stak­lega vel með aðstæðum á Seyðis­firði vegna hlý­inda sem gengu yfir. Eng­ar til­kynn­ing­ar bár­ust um skriður eða drun­ur. Þá sýndu mæl­ing­ar í morg­un að lít­il sem eng­in hreyf­ing hefði orðið á upp­taka­svæðum skriðufalla frá því í gær. 

Á morg­un verður kalt, en bú­ast má við hríðarveðri sem fær­ist yfir í rign­ingu með 15-20 m/​s á sunnu­dag, 27. des­em­ber. Um kvöldið kóln­ar aft­ur með snjó­komu. Að þess­um sök­um mun end­ur­skoðun á rým­ing­ar­svæðinu ekki fara fram fyrr en á mánu­dag­inn 28. des­em­ber og niður­stöðu má vænta seinni part mánu­dags.

Fylgj­ast vel með mál­um á Eskif­irði

Veður­stofa Íslands hef­ur ásamt sam­starfsaðilum sett upp vef­mynda­vél sem beint er að sprung­um sem mynduðust í gamla Odds­skarðsveg­in­um fyr­ir ofan Eskifjörð í síðustu viku. 

Auk þess eru fast­punkt­ar mæld­ir einu sinni á dag til þess að at­huga hvort vart verði við hreyf­ing­ar í hlíðinni. Það er gert til þess að geta brugðist við ef aðstæður breyt­ast á næstu dög­um. Síðustu mæl­ing­ar benda þó til þess að allt sé með kyrr­um kjör­um.

mbl.is