Beint úr sveitinni í þorskastríðin

Halldór B. Nellett skipherra ætlaði sér alltaf að verða bóndi …
Halldór B. Nellett skipherra ætlaði sér alltaf að verða bóndi en það eru liðin 48 ár frá því hann tók til starfa hjá Landhelgisgæslunni og lætur af störfum um áramótin. Árni Sæberg

Hall­dór B. Nell­ett kom til hafn­ar úr síðustu sjó­ferð sinni sem skip­herra á varðskip­inu Þór í vik­unni. Hann mun láta af störf­um um ára­mót­in eft­ir að hafa tengst starfi stofn­un­ar­inn­ar í nærri hálfa öld, en hann ætlaði að ger­ast bóndi.

Þetta hef­ur nú ekki verið al­veg óslitið, var nú skóli þarna í millitíðinni en það voru liðin 48 ár frá því ég byrjaði fyrst 17. sept­em­ber,“ seg­ir Hall­dór sem er stadd­ur á sjó er blaðamaður ræðir við hann.

Hall­dór kveðst sátt­ur við að láta af störf­um eft­ir all­an þenn­an tíma hjá stofn­un­inni. „Mér líður bara ljóm­andi vel með þetta og finn bara að núna er rétti tím­inn kom­inn. Ég verð 65 ára núna í fe­brú­ar og mín skoðun er nú sú að menn eiga ekki að vera mikið eldri í þessu starfi. Þetta er þess eðlis þetta starf, hvort sem maður er skip­stjóri eða flug­stjóri er það bara þannig. Svo þegar maður er bú­inn að helga æv­inni þessu starfi þá er kannski kom­inn tími til að eyða efri ár­un­um í eitt­hvað annað, ég lít á þetta með til­hlökk­un bara.“

Halldór B. Nellett skipherra.
Hall­dór B. Nell­ett skip­herra. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Ætlaði að verða bóndi

Það var ekki sjálf­gefið að Hall­dór myndi halda til sjós enda var hann alltaf mik­ill sveitastrák­ur að eig­in sögn. „Ég er reynd­ar al­inn upp í sveit og ætlaði alltaf að verða bóndi, það var alltaf á stefnu­skránni að fara í bænda­skóla,“ seg­ir hann og minn­ist þess að hafa fundið fyr­ir svaka­leg­um skóla­leiða þegar hann var sex­tán ára. Þá hafi verið tek­in ákvörðun um að taka hlé frá skóla­göngu og var ekki verra að finna eitt­hvað að gera sem gæti hjálpað hon­um á veg­ferðinni að bónd­a­starf­inu.

„Á þeim tíma voru ekki alltaf mikl­ir aur­ar eins og all­ir vita, þannig að ég ákvað að skella mér á sjó til að ná mér í skotsilf­ur svo ég gæti farið í bænda­skól­ann. Ég var nú aðeins tengd­ur stofn­un­inni, mág­ur henn­ar mömmu var yf­ir­maður og ein­hvern veg­inn fór ég til Gæsl­unn­ar og byrjaði sem messagutti 17. sept­em­ber 1972 á varðskip­inu Ægi.

Mik­il sjó­veiki á fyrsta túr

Það var hins veg­ar eng­inn dans á rós­um í fyrsta túr Hall­dórs. „Ég var al­veg hrika­lega sjó­veik­ur fyrstu dag­ana. Maður get­ur eig­in­lega ekki valið verri stað til að vera sjó­veik­ur en í glugga­lausu eld­húsi og í allri mat­ar­lykt­inni. Þetta er ekki góður staður til að byrja á. Ég var þarna ný­byrjaður og grænn af sjó­veiki. Það kom allt upp úr mér, ældi bara galli í rest­ina.“

Hann kveðst af feng­inni reynslu alls ekki mæla með því að hefja sjó­mennsku í eld­hús­inu. „Mæli frek­ar með því að menn byrji á fiski­skipi und­ir beru lofti, enda leið manni bet­ur þegar maður fór með kaffið og teið til skip­stjórn­ar­mann­anna uppi í brú. Þá sá maður sjón­deild­ar­hring­inn. Oft var það þannig að ég ílengd­ist þarna uppi í brú og þar voru marg­ir góðir menn sem fóru að kynna mig fyr­ir því hvað þetta gengi út á. Sýna mér tæk­in og virkni þeirra og þess hátt­ar. Ég man sér­stak­lega eft­ir Jóni Stein­dórs­syni heitn­um loft­skeyra­manni hann var dug­leg­ur við þetta. Mér leið alltaf vel þarna og þetta endaði oft í með því að það var hringt upp til að kalla mig niður í eld­hús.“

Varðskipið Ægir í Sundahöfn.
Varðskipið Ægir í Sunda­höfn. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Þrátt fyr­ir mikla sjó­veiki kom ekki til greina að hleypa mönn­um í koju út­skýr­ir Hall­dór sem rifjar upp hversu mikið var að gera um borð, sér­stak­lega í upp­vask­inu sem var iðulega gert í hönd­un­um enda eng­ar uppþvotta­vél­ar. Þá voru 24 í áhöfn og allt leirtau og mat­ur borið á borðin. „Menn sátu bara við borðin og það þurfti að bera allt í menn­ina. Núna er þetta allt öðru­vísi, það er kom­inn mat­sal­ur og menn ná í allt sjálf­ir.“ Sem bet­ur fer vand­ist hann sjón­um og fór að draga úr sjó­veik­inni.

Spurður hvort aðbúnaður áhafna hafi ekki tekið gríðarleg­um breyt­ing­um frá þess­um tíma svar­ar Hall­dór því ját­andi. „Já, maður lif­andi það er ekki spurn­ing. Þetta er orðið allt annað í dag en þegar ég var að byrja. Þá mátti ekki hringja í land, sjón­varp var ekki en bara þegar var stutt frá landi. Maður fékk að hlaupa til að hringja þegar maður var í landi, ann­ars mátti ekki hringja heim. Nú eru all­ir með sinn klefa, síma, in­ter­net og sjón­varp. Gervi­hnatta­sjón­varp gef­ur sjón­varp um all­an sjó. Þetta er gríðarleg breyt­ing.“

Vildi ekki hætta vegna þorska­stríða

Hall­dór ætlaði sér aldrei lang­an starfs­fer­il hjá stofn­un­inni enda stóð bara til að safna fyr­ir skóla­göngu. „Sex­tán ára strák­ur er kannski ekki mikið að fylgj­ast mikið með frétt­um og áður en maður vissi af var maður kom­inn á kaf í þorska­stríðin með Guðmundi Kærnested og hans járn­körl­um. Þegar þeir kláruðu 50 míl­urn­ar sum­arið 1973 þá var ákveðið að færa út í 200 og ég ákvað að halda áfram enda kom ekki til greina að fara í skóla á meðan bar­ist var fyr­ir yf­ir­ráðum yfir fiski­miðunum.

Maður sá það síðar að á þess­um árum þarna 1972 til 1976 var al­veg síðasti séns að vernda fiski­miðin hér við Ísland, ansi hrædd­ur um að ef ekki verið verið farið í þess­ar út­færsl­ur á land­helg­inni hefði eins farið fyr­ir þorsk­stofn­in­um við Ísland og fór hjá þeim á Ný­fundna­landi. Þarna á þess­um tíma var fjöldi er­lendra tog­ara, milli eitt og tvö hundruð að fiska við landið og nýir skut­tog­ar­ar streymdu til lands­ins.“

Halldór með togaraklippur.
Hall­dór með tog­araklipp­ur.

Það var fyrst þegar þorska­stríðunum lauk 1976, fjór­um árum eft­ir að hann hóf störf hjá Land­helg­is­gæsl­unni, að Hall­dór fór að hugsa sér til hreyf­ings. „Hann var nú enn að blunda í mér bænda­skól­inn eða iðnnám, maður var aðeins að hugsa um stýri­manna­skól­ann en var ekk­ert hrif­inn af því að vera svona lengi að heim­an. Ég var mjög lengi að ákveða mig en tók að lok­um ákvörðun um að fara í stýri­manna­skól­ann og þar með var sú braut mörkuð.“

Fjöldi starfa

Óhætt er að segja að Hall­dór hafi víðtæka reynslu úr störf­um sín­um fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una. Fyrst var hann messi, síðar há­seti, svo bátsmaður, þriðji stýri­maður, ann­ar stýri­maður og yf­ir­stýri­maður, en á því tíma­bili lærði hann einnig köf­un. Þá hef­ur hann prófað sjó­mæl­ing­ar á sjó­mæl­inga­skipi og úr­vinnslu gagna hjá sjó­mæl­inga­deild.

Jafn­framt hef­ur hann starfað í landi um ára­bil og var um átta ár yf­ir­maður aðgerðasviðs. Hall­dór hef­ur auk þess verið viðloðandi flug­deild­ina í ára­tug þar sem hann starfaði sem sigl­ingamaður á Fokk­er-vél Gæsl­unn­ar og síðan spilmaður og sigmaður á þyrl­um. „Síðan hlotnaðist mér sá heiður að gegna stöðu for­stjóra í þrjá mánuði á meðan for­stjór­inn fór í náms­leyfi,“ bæt­ir Hall­dór við og hlær.

Að öllu þessu sögðu er eðli­legt að vilja vita hvað hafi verið skemmti­leg­ast. „Ætli það sé ekki bæði að vera á sjó og í flug­deild­inni. Það hef­ur verið mjög skemmti­leg­ur tími. Mesta argaþrasið var þegar maður var yf­ir­maður aðgerðasviðs, það var mesta ónæðið. Aldrei friður og ansi oft á bakvökt­um,“ svar­ar Hall­dór og skell­ir upp úr.

Það sem stend­ur upp úr á ferl­in­um eru all­ar vel heppnuðu bjarg­an­irn­ar sem hann hef­ur komið að, seg­ir Hall­dór. „Það hafa verið marg­ar vel heppnaðar bjarg­an­ir á þess­um tíma hjá flug­deild­inni og á sjón­um bæði hér heima og í Miðjarðar­haf­inu í verk­efn­um fyr­ir Frontex eða landa­mæra­stofn­um Evr­ópu. Ég er nú ekki með tölu og hef ekki hug­mynd um fjölda en það eru ansi marg­ar.“

Landhelgisgæslan kom að fjölda björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafinu.
Land­helg­is­gæsl­an kom að fjölda björg­un­araðgerðum á Miðjarðar­haf­inu. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Hyggst ekki skrifa bók

Spurður hvernig hon­um lít­ist á yngri kyn­slóðina kveðst Hall­dór bara nokkuð sátt­ur. „Mér líst bara vel á þau og treysti þeim full­kom­lega fyr­ir þessu verk­efni. Ég er ekki einn af þeim sem held að ég sé ómiss­andi. Ég lærði sjálf­ur af gömlu mönn­un­um og von­andi hef ég kennt þessu unga fólki eitt­hvað líka. Það er nú bara þannig eins og sagt er; gam­all tem­ur, ung­ur nem­ur. Það á alltaf við í þessu og mjög efni­legt fólk sem er að taka við.“

Halldóri var fagnað með formlegum hætti er hann snéri aftur …
Hall­dóri var fagnað með form­leg­um hætti er hann snéri aft­ur úr síðasta túr sín­um sem skip­herra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Eins og fyrr seg­ir er al­veg ljóst að Hall­dór hef­ur á löng­um ferli öðlast mikla þekk­ingu en kveðst ekki ætla að nýta tím­ann sem nú gefst til að skrifa bæk­ur.

„Nei, ég hef al­veg nóg að gera. Ég er að stækka sum­ar­bú­staðinn í Gríms­nesi og svo er maður alltaf að gauf­ast eitt­hvað í golfi þótt maður sé eng­inn snill­ing­ur í því. Maður vill líka ferðast eitt­hvað, ég á eft­ir að skoða marga áhuga­verða staði hér heima og er­lend­is eins og píra­míd­ana, Pom­pei og Kínamúr­inn. Von­andi end­ist mér ald­ur til þess að skoða allt þetta.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: