Gæti minnkað stöðugleikann

Lægðin sem nú gengur yfir getur skapað óstöðugleika í jarðlögum …
Lægðin sem nú gengur yfir getur skapað óstöðugleika í jarðlögum á Austfjörðum. Hættustig er þar enn í gildi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lægð sem gengur nú yfir landið gæti skapað óstöðugleika á Austfjörðum þar sem nú er í gildi áhættustig vegna skriðuhættu. 

Veður­stofa Íslands gaf í dag út gula viðvör­un fyr­ir allt land fyrri part­inn á morg­un, en áður náði viðvör­un­in bara til norður- og aust­ur­hluta lands­ins.

„Það er úrkomuviðvörun á Austfjörðum og það er alltaf þannig að þegar þiðnar er aukin hætta á skriðum. Það er enn í gildi hættustig, því auðvitað þegar þiðnar í þessu minnkar stöðugleikinn,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. 

Sam­kvæmt upp­færðri viðvör­un Veðurstofu má nú gera ráð fyr­ir norðan­stormi 20-25 m/​s á Faxa­flóa og við Breiðafjörð og að vind­ur fari upp í 30 m/​s í hviðum. Þá er gert ráð fyr­ir 20-28 m/​s á Suðaust­ur­landi og að bú­ast megi við mjög snörp­um vind­hviðum við fjöll yfir 35 m/​s, einkum í Mýr­dal og í Öræf­um. Tekið er fram að slík­ar hviður geti verið hættu­leg­ar fyr­ir veg­far­end­ur.

Í öðrum lands­hlut­um er gert ráð fyr­ir 15-28 m/​s.

Viðvör­un­in tek­ur gildi seint í kvöld, en fær­ist svo um allt land snemma í nótt og fram á morg­un. Um há­degi á morg­un nær hún um allt land, ef frá er talið höfuðborg­ar­svæðið.

„Þetta er í rauninni sama lægðin og skaffaði éljaganginn og snjóinn sem er núna. Hún dregur fyrst til okkar hlýtt og rakt loft á láglendi til að byrja með en svo kólnar í henni í norðanáttinni og þá verður þetta meira snjókoma. Hún verður svolítið kröpp fyrst og mikill vindur. Þetta er bara svona vetrarlægð,“ segir Eiríkur. 

Veðurvefur mbl.is

Gul viðvörun um allt land.
Gul viðvörun um allt land. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is