Gæti minnkað stöðugleikann

Lægðin sem nú gengur yfir getur skapað óstöðugleika í jarðlögum …
Lægðin sem nú gengur yfir getur skapað óstöðugleika í jarðlögum á Austfjörðum. Hættustig er þar enn í gildi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lægð sem geng­ur nú yfir landið gæti skapað óstöðug­leika á Aust­fjörðum þar sem nú er í gildi áhættu­stig vegna skriðuhættu. 

Veður­stofa Íslands gaf í dag út gula viðvör­un fyr­ir allt land fyrri part­inn á morg­un, en áður náði viðvör­un­in bara til norður- og aust­ur­hluta lands­ins.

„Það er úr­komu­viðvör­un á Aust­fjörðum og það er alltaf þannig að þegar þiðnar er auk­in hætta á skriðum. Það er enn í gildi hættu­stig, því auðvitað þegar þiðnar í þessu minnk­ar stöðug­leik­inn,“ seg­ir Ei­rík­ur Örn Jó­hann­es­son, veður­fræðing­ur Veður­stofu Íslands. 

Sam­kvæmt upp­færðri viðvör­un Veður­stofu má nú gera ráð fyr­ir norðan­stormi 20-25 m/​​s á Faxa­flóa og við Breiðafjörð og að vind­ur fari upp í 30 m/​​s í hviðum. Þá er gert ráð fyr­ir 20-28 m/​​s á Suðaust­ur­landi og að bú­ast megi við mjög snörp­um vind­hviðum við fjöll yfir 35 m/​​s, einkum í Mýr­dal og í Öræf­um. Tekið er fram að slík­ar hviður geti verið hættu­leg­ar fyr­ir veg­far­end­ur.

Í öðrum lands­hlut­um er gert ráð fyr­ir 15-28 m/​​s.

Viðvör­un­in tek­ur gildi seint í kvöld, en fær­ist svo um allt land snemma í nótt og fram á morg­un. Um há­degi á morg­un nær hún um allt land, ef frá er talið höfuðborg­ar­svæðið.

„Þetta er í raun­inni sama lægðin og skaffaði élja­gang­inn og snjó­inn sem er núna. Hún dreg­ur fyrst til okk­ar hlýtt og rakt loft á lág­lendi til að byrja með en svo kóln­ar í henni í norðanátt­inni og þá verður þetta meira snjó­koma. Hún verður svo­lítið kröpp fyrst og mik­ill vind­ur. Þetta er bara svona vetr­ar­lægð,“ seg­ir Ei­rík­ur. 

Veður­vef­ur mbl.is

Gul viðvörun um allt land.
Gul viðvör­un um allt land. Kort/​Veður­stofa Íslands
mbl.is