Eyddu aðfangadagskvöldi á snekkju

Rihanna og A$AP Rocky eyddu aðfangadagskvöldi á snekkju.
Rihanna og A$AP Rocky eyddu aðfangadagskvöldi á snekkju. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Rihanna fór ekki ein heim til Barbados um jólin heldur kom nýi kærastinn hennar, rapparinn A$AP Rocky, með henni. Tónlistarparið hefur verið að rugla saman reytum á þessu ári og virðist sambandið nú vera komið á þetta stig. 

Myndir náðust af parinu á aðfangadag á Barbados hvar þau nutu lífsins á jólaskreyttri snekkju. Parið eyddi svo aðfangadagskvöldi á snekkjunni en þau eru sögð hafa siglt á haf út til að fylgjast með sólsetrinu. 

Sögusagnir um rómantískt samband A$AP Rocky og Rihönnu hafa verið á sveimi frá árinu 2012 en það var þó ekki fyrr en nú í vetur sem samband þeirra var staðfest. Bæði höfðu þau verið í öðrum samböndum í millitíðinni.

mbl.is