Árið sem nú er senn á enda hefur verið mörgum erfitt. Það er því viðeigandi að staldra við og minnast þeirra sem kvöddu okkur á árinu með hlýhug.
Ragnar Bjarnason
Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason lést á líknardeild Landspítalans 25. febrúar. Hann var 85 ára. Ragnar var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og verður minnst með hlýhug.
Gísli Rúnar Jónsson
Leikarinn og leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson lést á heimili sínu 28. júlí síðastliðinn, 67 ára að aldri. Gísli átti þátt í mörgum verkefnum um ævina, bæði sem leikari og leikstjóri. Hans var minnst í fallegri útför sem streymt var beint á netinu.
Alma Geirdal
Alma Geirdal kvaddi 19. september eftir langa baráttu við krabbamein. Hún var 41 árs gömul. Alma talaði opinskátt um baráttuna við krabbameinið á samfélagsmiðlum og í viðtölum.
Jónína Benediktsdóttir
Íþróttafræðingurinn Jónína Benediktsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði 16. desember. Hún var 63 ára. Jónína var mikill frumkvöðull en hennar síðasta viðtal birtist í Morgunblaðinu.
Þóra Hallgrímsson
Athafnakonan Þóra Hallgrímsson lést 27. ágúst, níræð að aldri. Þóra var gift kaupsýslumanninum Björgólfi Guðmundssyni.