Lagarfoss dreginn til hafnar

Vel gekk að koma taug á milli skipanna.
Vel gekk að koma taug á milli skipanna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, er kominn með flutningaskipið Lagarfoss í tog áleiðis til Reykjavíkur. Varðskipið var komið að flutningaskipinu klukkan fjögur í nótt og gekk vel að koma dráttarvír milli skipanna.

Lagarfoss varð vélarvana 230 sjómílur suðvestur af Garðarskaga í fyrradag og lítið gekk að koma vélum skipsins í gang í gær. Því var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar.

 „Ég heyrði í áhöfninni áðan og þetta gekk vel,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi LHG, í samtali við mbl.is. Áætlað er að skipin verði komin til hafnar á gamlársdag.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is