Reisa samfélagið við með rafrænum flugeldum

Flugeldarnir verða sýndir í Áramótasprengjunni.
Flugeldarnir verða sýndir í Áramótasprengjunni. Ljósmynd/Aðsend

Hægt verður að styrkja björg­un­ar­sveit­ina á Seyðis­firði, Ísólf, með kaup­um á ra­f­ræn­um flug­eld­um sem síðan verða sýnd­ir í Ára­móta­sprengj­unni, síðasta dag­skrárlið RÚV á ár­inu. Mikið hef­ur mætt á Seyðfirðing­um í kjöl­far skriðufalla og er þess vænst að ágóði söl­unn­ar gæti átt þátt í að færa sam­fé­lagið fyr­ir aust­an til fyrra horfs. 

Flugeldarnir eru grænir og umhverfisvænir, enda rafrænir.
Flug­eld­arn­ir eru græn­ir og um­hverf­i­s­væn­ir, enda ra­f­ræn­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Ísólfi að heima­fólki verði hlíft fyr­ir sprengju­hljóðum og því verður kert­um fleytt við Lónið í stað hefðbund­inna flug­elda­spreng­inga. Ra­f­rænu flug­eld­arn­ir eru einu sprengj­urn­ar sem Ísólf­ur sel­ur í ár og er sal­an þegar haf­in á slóðinni aramot.is.

Dag­skrá sem lands­menn taka þátt í

Ára­móta­sprengj­an er ára­móta­fögnuður í nýrri vídd og fyrsti sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um, þar sem um er að ræða fyrstu gagn­virku sjón­varps­út­send­ing­una með þátt­töku áhorf­enda, að því er full­yrt er í frétta­til­kynn­ingu.

Íslenska þjóðin get­ur þá safn­ast sam­an fyr­ir fram­an sjón­varps­skjá­inn og tekið þátt í beinni út­send­ingu með eig­in sýnd­ar­veru, sér að kostnaðarlausu. Lands­menn þurfa ein­fald­lega að skrá sig í veislu­höld­in á aramot.is.

Líkt og margt annað á þessu ári er þessi hátt­ur hafður á til þess að koma til móts við fólk í ljósi sam­komutak­mark­ana. Þar að auki munu tón­list­ar­menn á borð við Sig­ur Rós, Kal­eo, Stuðmenn, Bríeti, Friðrik Dór og Auði stíga á svið og skemmta lands­mönn­um.

Tæknifyr­ir­tækið OZ hann­ar og stjórn­ar viðburðinum og á heiður­inn af grunn­tækni hans en teymi á veg­um OZ í fimm lönd­um vann að verk­efn­inu. Íslenska fyr­ir­tækið Directi­ve Games er tækni­leg­ur sam­starfsaðili viðburðar­ins og sér meðal ann­ars um tón­list­ar­atriði Sig­ur Rós­ar.

mbl.is