Seyðfirðingar sem þess óskuðu fengu frí

Markmiðið í veiðiferðinni var að veiða karfa.
Markmiðið í veiðiferðinni var að veiða karfa. Ljósmynd/Ómar Bogason

Marg­ir í áhöfn tog­ar­ans Gull­vers, sem gerður er út frá Seyðis­firði, urðu áhyggju­full­ir eft­ir að stóra aur­skriðan féll á byggðina í firðinum föstu­dag­inn 18. des­em­ber.

Af þeim sök­um fengu all­ir Seyðfirðing­ar í áhöfn­inni frí sem þess óskuðu.

Þetta kem­ur fram á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Seg­ir þar að skipið hafi verið kallað inn sam­dæg­urs og komið að landi aðfaranótt laug­ar­dags­ins.

Í stað Seyðfirðing­anna í áhöfn­inni komu Norðfirðing­ar og tók nán­ast ör­skots­stund að manna skipið, að því er seg­ir á vef út­gerðar­inn­ar.

Hjálmar Ólafur Bjarnason.
Hjálm­ar Ólaf­ur Bjarna­son. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Skip­stjóri í fyrsta sinn

Í skip­stjóra­stól­inn sett­ist þá í fyrsta sinn Hjálm­ar Ólaf­ur Bjarna­son, en hann hef­ur verið stýri­maður á Gull­veri frá ár­inu 2017.

Hjálm­ar Ólaf­ur hóf sjó­mennsku á Barða NK ein­ung­is 16 ára að aldri árið 1999 og sett­ist í Stýri­manna­skól­ann árið 2010. Hann lauk síðan stýri­manna­prófi árið 2014.

„Þetta bar brátt að en ham­far­irn­ar á Seyðis­firði gerðu það að verk­um að ég, Norðfirðing­ur­inn, færi með skipið. Mark­miðið með veiðiferðinni var að veiða karfa og okk­ur tókst með herkj­um að ná þeim afla sem ætl­ast var til,“ er haft eft­ir Hjálm­ari á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Gekk stór­slysa­laust

„Veiðiferðin stóð ein­ung­is í um tvo sól­ar­hringa og við reynd­um fyr­ir okk­ur á hefðbundn­um slóðum: Lóns­dýpi, Horna­fjarðardýpi og einnig úti á Þórs­banka.

Staðreynd­in er sú að það voru ekki mikl­ar vænt­ing­ar um góðan afla. Auðvitað voru það tíma­mót að fara í sinn fyrsta túr sem skip­stjóri og þetta gekk allt sam­an stór­slysa­laust.“

mbl.is