Þótt sumir fyndu ástina á árinu tók annað fólk ákvörðun um að fara hvort í sína áttina. Frægt fólk á Íslandi var þar á meðal eins og sjá má á listanum hér að neðan. Nokkrir á þessum lista hafa nú þegar fundið ástina aftur enda skilnaður ekki bara endalok heldur einnig nýtt upphaf.
Ari og Gyða
Hjónin Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar og Gyða Dan Johansen fóru hvort í sína áttina.
Ingó og Rakel María
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð, og Rakel María Hjaltadóttur hættu saman á árinu.
Ásdís Rán og Jóhann
Íslenska fyrirsætan og ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Jóhann Wium hættu saman í vor.
Gurrý og Markús
Líkamsræktardrottningin Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, og Markús Már Þorgeirsson skildu á árinu.
Linda Pé og Jamie Greig
Linda Pé flutti heim til Íslands í kórónuveirufaraldrinum og sagði skilið við Jamie Greig frá Kanada.
Benedikt og Charlotte
Fréttir af skilnaði leikarahjónanna Benedikts Erlingssonar og Charlotte Böving bárust fyrr á árinu.
Saga Sig. og Villi naglbítur
Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og tónlistarmaðurinn og spurningahöfundurinn Vilhelm Anton Jónsson hættu saman.
Sigga Dögg og Hermann
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg og eiginmaður hennar Hermann Sigurðsson tóku ákvörðun um að skilja í byrjun árs.
Manuela og Jón dansari
Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og samkvæmisdansarinn Jón Eyþór Gottskálksson hættu saman á árinu. Parið fyrrverandi kynntist í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað.
Heiðar Logi og Ástrós
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson og samkvæmisdansarinn Ástrós Traustadóttir hættu saman en þau opinberuðu samband sitt í byrjun árs.