Stefnir í baráttu um annað sæti

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, var í 2.sæti …
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, var í 2.sæti á lista Framsókarflokksins í síðustu Alþingiskosningum. Ljósmynd/Framsókn.is

Útlit er fyr­ir harða bar­áttu um annað sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Í gær til­kynntu Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, þingmaður, og Stefán Vagn Stef­áns­son, varaþingmaður, að þau muni bæði sækj­ast eft­ir öðru sæti á list­an­um.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Í efsta sæti list­ans er að öll­um lík­ind­um Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra. Þá er hafa nokkr­ir aðilar boðið sig fram til setu í sæt­um þrjú til fimm á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu. 

Ljóst er að áhuga­verð bar­átta er fram und­an inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins. Valið verður á list­ann í póst­kosn­ingu sem fer fram frá 1. fe­brú­ar til 26. fe­brú­ar á næsta ári.

Feyk­ir sagði fyrst frá.

Stefán Vagn Stefánsson.
Stefán Vagn Stef­áns­son. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is