Myndskeið frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar

Áætlað er að skipin komi í höfn á gamlársdag.
Áætlað er að skipin komi í höfn á gamlársdag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þór, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, tók flutn­inga­skipið Lag­ar­foss í tog áleiðis til Reykja­vík­ur í gær en gert er ráð fyrir því að skipin komi til Reykjavíkur á gamlársdag. Landhelgisgæslan hefur birt myndskeið af því þegar dráttarvír var komið á milli skipanna.

Lag­ar­foss varð vél­ar­vana 230 sjó­míl­ur suðvest­ur af Garðarskaga 27. desmber og lítið gekk að koma vél­um skips­ins í gang.Því var óskað eft­ir aðstoð Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Verkið gengur vel og eins og áður sagði eru skipin væntanleg til hafnar eftir tvo daga.

mbl.is