Obama-hjónin fóru í almennilegt jólafrí

Barack ásamt eiginkonu sinni Michelle Obama. Þau fóru til Havaí …
Barack ásamt eiginkonu sinni Michelle Obama. Þau fóru til Havaí í desember. AFP

Hjónin Barack og Michelle Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, fóru í jólafrí til Havaí. Það er áralöng hefð hjá Obama-fjölskyldunni að fara til Havaí um jólin og kom kórónuveirufaraldur ekki í veg fyrir það í ár. 

Hjónin stoppuðu ekki stutt í ár en í byrjun desember sást til Obama í Mid-Pacific-sveitaklúbbnum í Kailua sem er rétt fyrir utan höfuðborgina Honolulu. Rétt fyrir jól voru hjónin síðan mynduð á kajak saman. 

Forsetinn fyrrverandi fædddist á Havaí sem skýrir tenginguna við eyjarnar himnesku. Þau eru vön að heimsækja Havaí í fríum og hafa meðal annars farið í dýragarðinn í Honolulu, á ströndina og spilað körfubolta og golf.

Barack og Michelle Obama.
Barack og Michelle Obama. AFP
mbl.is