Útköllin ekki færri síðan 2012

Sóttvarnaráðstafanir ná til áhafna, þar með talið grímunotkun.
Sóttvarnaráðstafanir ná til áhafna, þar með talið grímunotkun. mbl.is/Árni Sæberg

Útköll flugdeildar Landhelgisgæslunnar voru aðeins 184 á árinu sem er að líða, þar af voru 82 í hæsta forgangi. Útköll deildarinnar hafa ekki verið færri frá árinu 2012.

Um er að ræða mikla lækkun frá fyrra ári er útköllin voru 220 en þá hafði þeim þegar fækkað um 20% frá árinu 2018 þegar útköll voru 278, en útköllum hafði fjölgað stöðugt frá 2014.

Ekki hefur verið framkvæmd sérstök greining á því hvers vegna úköllum hefur fækkað í ár en talið eð rekja megi stóran hluta skýrangarinnar til kórónuveirufaraldursins að sögn Ólafar Birnu Ólafsdóttur, flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar. „Það er minna af ferðamönnum og svo hefur heimsfaraldurinn gert það að verkum að fólk er ekki jafn mikið á faraldsfæti og áður.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún faraldurinn hafa sett svip sinn á rekstur flugdeildarinnar á árinu. „Við höfum þurft að bæta í æfingaflug til þess að reyna að tryggja lágmarks flugtíma áhafna yfir árið.“ Vísar Ólöf Birna til þess að krafa sé um að hver áhöfn sé með að lágmarki 200 flugtíma á ári til þess að viðhalda þekkingu, hæfni og færni í útköllum, ekki síst þar sem um er að ræða erfiðar aðstæður. Það hafi hins vegar ekki verið einfalt að auka æfingaflugið þar sem starfsfólk var aðgreint vegna sóttvarnaráðstafana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: