Áfram í gildi hættustig á Seyðisfirði

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­reglu­stjór­inn á Aust­ur­landi ásamt vett­vangs­stjórn og ráðgjöf­um fundaði nú í morg­un vegna hreins­un­ar­starfs á Seyðis­firði.  Í dag ganga yfir hlý­indi og því verður ekki unnið að full­um krafti inn­an þess svæðis sem stóra skriðan féll á 18. des­em­ber síðastliðinn. 

Hreins­un­ar- og viðgerðarstarf verður unnið utan þess svæðis og búið í hag­inn vegna vinnu kom­andi viku.  Þá er veðurút­lit gott og má bú­ast við að vinna fari af stað af full­um krafti á morg­un að því er seg­ir í stöðuskýrslu al­manna­varna. 

Þrátt fyr­ir að upp­taka­svæði skriðanna sé ekki inn­an rým­ing­ar­reits, þá er áréttað að þar get­ur verið hættu­legt að fara um vegna lausra jarðlaga, skriðubrúna og sprungna sem hafa mynd­ast. Fylgst verður með aðstæðum í dag, farið upp í Botna­brún og sprung­ur skoðaðar auk þess sem gerðar verða mæl­ing­ar á hreyf­ingu jarðlaga. Eng­in hreyf­ing mæld­ist í morg­un en hún hef­ur verið lít­il sem eng­in und­an­farna viku.

Áfram er í gildi óbreytt rým­ing á því svæði sem kynnt var fyr­ir ára­mót.

mbl.is