Bjartsýn á loðnufund

Áætlað yfirferðasvæði loðnumælinga fimm skipa sem hefst í dag.
Áætlað yfirferðasvæði loðnumælinga fimm skipa sem hefst í dag. Mynd af heimasíðu Hafrannsóknarstofnunnar

„Árni og Bjarni lögðu úr höfn rétt fyr­ir klukku­tíma, tæk­in í hinum skip­un­um voru kvörðuð í gær. Svo að þetta er allt að fara af stað,“ sagði Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is um loðnu­mæl­ingu sem hefst í dag og áætlað er að taki um viku.

Hægt er að fylgj­ast með för skip­anna sem taka þátt í mæl­ing­unni hér.

Skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son, verða bæði í rall­inu ásamt Ásgrími Hall­dórs­syni SF í eigu Skinn­eyj­ar-Þinga­ness, Aðal­steini Jóns­syni SU í eigu Eskju og græn­lenska skip­inu Pol­ar Amar­oq sem er að hluta í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

„Það eina sem trufl­ar okk­ur núna er að það er tals­vert af ís úti fyr­ir Vest­fjörðum,“ sagði Sig­urður. 

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Spenn­ing­ur fyr­ir loðnu

Hann seg­ir Haf­rann­sókna­stofn­un fá marg­ar ábend­ing­ar um loðnu þegar sjó­menn verða henn­ar var­ir enda mikið í húfi. „Það má ekki sjást ein eða tvær loðnur, og ekki loðna í þorsk­maga á þess­um tíma árs, án þess að við fáum frétt­ir af því, það er spenn­ing­ur,“ sagði Sig­urður.

Hann seg­ir bæði unga loðnu og full­orðna loðnu norður og vest­ur af land­inu. Farið var í loðnu­leiðang­ur í des­em­ber sem skilaði 22 þúsund tonn­um í ráðgjöf. Hald­ist sú staða óbreytt fer sú út­hlut­un að mestu eða öllu til Norðmanna.

„Menn eru nokkuð bjart­sýn­ir á að það hafi verið loðna und­ir ísn­um við Vest­f­irði og að öllu jöfnu á tölu­vert eft­ir að koma upp á grunnið fyr­ir norðan.“

Breytt gengd

„Loðna sem kem­ur núna til hrygn­ing­ar og þá til veiða var mæld í fyrra. Það var þokka­leg mæl­ing en mik­il óvissa. Ung­loðnan sem við mæld­um í haust lof­ar góðu fyr­ir næsta ár, þannig að það horf­ir vel með þá vertíð,“ sagði Sig­urður.

Hvernig hef­ur gengd loðnu breyst?

Áður fyrr ólst loðnan upp fyr­ir norðan land og þá var gjarn­an farið og hún mæld. Núna er hún kom­in miklu norðar og miklu vest­ar, upp við Græn­land norðan við Scor­es­bysund. Hún er dreifðari og minna af henni svo að það er vanda­samt að mæla hana.

Er hún ekki líka að ganga síðar?

„Jú, það að hún hafi mælst núna í des­em­ber er frek­ar snemmt miðað við síðustu ár. Svo að við erum að vona að það sé meira af henni.“

Sig­urður seg­ir nán­ast ör­uggt að mælt verði aft­ur seinna í janú­ar eða byrj­un fe­brú­ar en bæt­ast þarf nokkuð í mæl­ing­ar svo að hægt sé að gera góða loðnu­vertíð í vet­ur. 

mbl.is