Plastpokabann tók gildi um áramót

Burðarpokar úr öðru en plasti eru þó enn leyfilegir en …
Burðarpokar úr öðru en plasti eru þó enn leyfilegir en þeir verða að vera gjaldskyldir. AFP

Bann stjórn­valda við af­hend­ingu plast­b­urðarpoka í versl­un­um tók gildi nú um ára­mót­in. Bannið nær bæði til hinna hefðbundnu plast­b­urðarpoka sem og þunnu, glæru plast­pok­anna sem gjarn­an má finna í ávaxta- og græn­met­is­deild­um versl­ana.

Áfram er þó leyfi­legt að af­henda aðra poka en plast­b­urðarpoka, en þeir verða þó að vera gjald­skyld­ir til þess að draga úr um­hverf­isáhrif­um. Þá er enn heim­ilt selja plast­poka í rúll­um í versl­un­um.

Á vef Stjórn­ar­ráðsins seg­ir að plast­poka­bannið sé í sam­ræmi við Evr­ópu­til­skip­un sem miðar að því að draga úr notk­un einnota plast­umbúða. Bannið er einnig afrakst­ur vinnu á sam­ráðsvett­vangi sem sett­ur var á lagg­irn­ar 2018 og skilaði niður­stöðum sín­um til um­hverf­is­ráðherra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina