Hundruð milljóna í hreinsunarstarf

Ríkisstjórnin mun greiða 2/3 hluta hreinsunarstarfsins.
Ríkisstjórnin mun greiða 2/3 hluta hreinsunarstarfsins. Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in ákvað á fundi sín­um í morg­un að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreins­un­ar­starf á Seyðis­firði vegna ham­far­anna í síðasta mánuði en hann hleyp­ur á hundruðum millj­óna króna miðað við grófa áætl­un. Þá ákvað rík­is­stjórn­in að veita fimm millj­ón­um króna til björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ísólfs á Seyðis­firði.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins. 

Varðveisla menn­ing­ar­minja hefst 

„Starfs­hópi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, und­ir for­ystu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, er ætlað að fylgja eft­ir mál­um er varða aðkomu rík­is­ins að hreins­un á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma sam­fé­lag­inu í starf­hæft horf á ný.

Starfs­hóp­ur­inn skal stuðla að því að op­in­ber­ir aðilar hefji und­ir­bún­ing og fram­kvæmd­ir við að koma innviðum sam­fé­lags­ins í fyrra horf og sjá til þess að aðgerðir eins og of­an­flóðavarn­ir og upp­bygg­ing og varðveisla menn­ing­ar­minja hefj­ist.

Í starfs­hópn­um eru full­trú­ar frá dóms­málaráðuneyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyti, um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti og mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

300-600 millj­ón­ir króna 

„Ekki ligg­ur fyr­ir end­an­leg kostnaðaráætl­un en ætla má að upp­gröft­ur og hreins­un­ar­starf sem nú er hafið í bæn­um komi til með að kosta á bil­inu 300-600 millj­ón­ir en hér er aðeins um grófa áætl­un að ræða varðandi til­tekna þætti hreins­un­ar­starfs­ins.

Við álíka ham­far­ir und­an­geng­in ár hef­ur ríkið greitt tvo þriðju kostnaðar við slík­ar aðgerðir en sveit­ar­fé­lög­in hafa greitt þriðjung af þeim kostnaði sem hlýst af ham­förun­um. Lík­lega mun heild­ar­kostnaður vegna tjóns­ins ekki liggja fyr­ir fyrr en í vor eða síðar.“

Þá seg­ir að lagt hafi verið fram minn­is­blað mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um tjón á Tækni­m­inja­safn­inu og friðuðum hús­um en starfs­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar mun fjalla sér­stak­lega um menn­ing­ar­legt gildi byggðar­inn­ar.

Loks var lagt fram minn­is­blað um­hverf­is- og auðlindaráðherra um skriðuföll­in, vökt­un Veður­stof­unn­ar og upp­bygg­ingu of­an­flóðavarna.

mbl.is