Ræddu loðnuleitina á ríkisstjórnarfundi

Að loknum ríkisstjórnarfundi. Mynd úr safni.
Að loknum ríkisstjórnarfundi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, gerði á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un grein fyr­ir stöðu loðnu­leit­ar­inn­ar. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu.

Fimm skip leita

Bæði rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ásamt þrem­ur upp­sjáv­ar­skip­um héldu til mæl­inga á loðnu­stofn­in­um í gær. Rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son mun hefja mæl­ing­ar út af Vest­fjörðum en rann­sókn­ar­skipið Bjarni Sæ­munds­son mun leita og mæla á grunn­slóð út af Norður­landi er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

Upp­sjáv­ar­veiðiskip­in Aðal­steinn Jóns­son, Ásgrím­ur Hall­dórs­son og Pol­ar Amar­ok munu leita út af Aust­fjörðum, Norðaust­ur­landi og djúpt út af norðan­verðu land­inu.

„Alls eru um 20 sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um borð í skip­un­um auk sjó­manna skip­anna. Því eru um 75-80 manns sem koma beint að verk­efn­inu á hafi úti,“ seg­ir í til­kynn­ingu sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins.

Gerð var breyt­ing á fjár­lög­um árs­ins 2021 fyr­ir þriðju umræðu þar sem fjár­mun­um var veitt sér­stak­lega í Haf­rann­sókn­ir til leita á loðnu. Aukafram­lagið nem­ur 120 millj­ón­um króna og ger­ir Haf­rann­sókn­ar­stofn­un kleift að sinna mæl­ing­um með mörg­um skip­um svo að niður­stöður fá­ist á stutt­um tíma þegar aðstæður á miðunum leyfa.

mbl.is