Taka ákvörðun um byggð á Seyðisfirði

Tekin verður ákvörðun um það hvort byggð sé æskileg í …
Tekin verður ákvörðun um það hvort byggð sé æskileg í hluta Seyðisfjarðar. Eggert Jóhannesson

Lögð verður fram til­laga um það á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í Fljóts­dals­héraði á morg­un hvort byggð muni rísa á sama stað og aur­skriður féllu á Seyðis­firði. Björn Ingimars­son sveit­ar­stjóri seg­ir að ekki sé hægt að gefa upp hvernig til­lög­urn­ar munu hljóma á þess­ari stundu. 

Hann staðfest­ir hins veg­ar að til­lög­urn­ar á morg­un muni snúa að því hvort sveit­ar­fé­lagið muni heim­ila að byggt eða búið verði á ákveðnum svæðum í bæn­um og þá í hlíðunum þar sem skaði varð í skriðunum. „Málið er til um­fjöll­un­ar á auka­fundi sveit­ar­stjórn­ar á morg­un. Þá er verið að fjalla um mögu­lega end­ur­bygg­ingu á þessu svæði,“ seg­ir Björn. 

Hann seg­ir að ekki sé búið að taka neina ákvörðun í mál­inu og að hann geti ekki út­talað sig um málið fyrr en búið er að taka það fyr­ir í sveit­ar­stjórn. Fund­ur­inn er á morg­un klukk­an 14. 

Víðtæk­ari ákvörðun um byggð tek­in síðar 

Dag­skrá auka­fund­ar­ins er aur­skriðurn­ar á Seyðis­firði. „Það er æski­legt að tek­in sé afstaða til þess hvar byggðin mun rísa sem fyrst. Ég á von á því að afstaða verði tek­in til þess að hluta til á morg­un,“ seg­ir Björn. 

Björn Ingimarsson.
Björn Ingimars­son.

Þegar þú seg­ir afstaða að hluta til. Áttu þá við að afstaða verði tek­in til þess hvar hluti byggðar­inn­ar sem er á hættu­svæði mun rísa?

„Já“

En þetta gæti verið víðtæk­ari ákvörðun?

„Já það gæti orðið víðtæk­ara. En þarna [á morg­un] er ekki verið að fara í heild­ar­end­ur­skoðun á byggðinni. Það verður gert þegar heild­ar­end­ur­skoðun á hættumati ligg­ur fyr­ir.“

Heild­ar­end­ur­skoðun á hættumati var lögð fram síðastliðið vor. Hún er nú í end­ur­skoðun hjá Veður­stof­unni og sér­fræðing­um eft­ir skriðuföll­in í des­em­ber.  

Björn seg­ir að til­lög­urn­ar á morg­un séu unn­ar sam­eig­in­lega af póli­tísk­um full­trú­um og starfs­mönn­um sveit­ar­fé­lags­ins. „Við erum einnig í stöðugum sam­skipt­um við ýms­ar stofn­an­ir og til­lög­urn­ar verða lagðar fram með það til hliðsjón­ar.“

mbl.is