Veðurgluggi til loðnuleitar fram á föstudag

Aðalsteinn Jónsson. Vel búinn tækjum til bergmálsmælinga og greiningar.
Aðalsteinn Jónsson. Vel búinn tækjum til bergmálsmælinga og greiningar. Ljósmynd/Gungör Tamzok

Rann­sókna­skip­in Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son héldu úr höfn í Hafnar­f­irði upp úr há­degi í gær til loðnu­leit­ar og mæl­inga.

Síðdeg­is og í gær­kvöldi var ráðgert að Aðal­steinn Jóns­son SU, Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq héldu einnig til leit­ar, að því er fram kem­ur í Morgu­blaðinu í dag.

Að sögn Birk­is Bárðar­son­ar, fiski­fræðings á Haf­rann­sókna­stofn­un, er út­lit fyr­ir þokka­legt veður fram á föstu­dag, en föstu­dag­ur og laug­ar­dag­ur gætu orðið erfiðir. Hann seg­ist von­ast til að á næstu dög­um ná­ist að fara að minnsta kosti eina yf­ir­ferð yfir leit­ar­svæðið frá Vest­fjarðamiðum og aust­ur í Héraðsdýpi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: