Veðurgluggi til loðnuleitar fram á föstudag

Aðalsteinn Jónsson. Vel búinn tækjum til bergmálsmælinga og greiningar.
Aðalsteinn Jónsson. Vel búinn tækjum til bergmálsmælinga og greiningar. Ljósmynd/Gungör Tamzok

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu úr höfn í Hafnarfirði upp úr hádegi í gær til loðnuleitar og mælinga.

Síðdegis og í gærkvöldi var ráðgert að Aðalsteinn Jónsson SU, Ásgrímur Halldórsson SF og grænlenska skipið Polar Amaroq héldu einnig til leitar, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnun, er útlit fyrir þokkalegt veður fram á föstudag, en föstudagur og laugardagur gætu orðið erfiðir. Hann segist vonast til að á næstu dögum náist að fara að minnsta kosti eina yfirferð yfir leitarsvæðið frá Vestfjarðamiðum og austur í Héraðsdýpi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: