Banna enduruppbyggingu á skriðusvæðinu

Breiðablik er á meðal þeirra húsa sem ekki verða endurbyggð.
Breiðablik er á meðal þeirra húsa sem ekki verða endurbyggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveit­ar­stjórn Múlaþings samþykkti á fundi sín­um í dag til­lögu þess efn­is að bannað verði að end­ur­byggja hús­næði á þeim lóðum sem urðu fyr­ir skriðuföll­um í des­em­ber. Sveit­ar­stjórn lagði til­lög­una fram á sér­stök­um auka­fundi í dag þar sem fjallað var um skriðurn­ar.

Fund­in­um var streymt beint á vefsíðu Múlaþings. 

Til­lag­an fel­ur í sér að óheim­ilt verði að end­ur­byggja hús á tíu lóðum, þar af fimm íbúðar­húsalóðum. Þær lóðir eru:

Aust­ur­veg­ur 38a (Breiðablik)

Hafn­ar­gata 6 (Fram­hús)

Hafn­ar­gata 24 (Berlín)

Hafn­ar­gata 26 (Dags­brún)

Hafn­ar­gata 32 (Sand­fell)

Hafn­ar­gata 28 (Silf­ur­höll­in)

Hafn­ar­gata 34 (Turn­inn)

Hafn­ar­gata 29 (Skipa­smíðastöð)

Hafn­ar­gata 31 (Gamla skipa­smíðastöðin)

Hafn­ar­gata 38 (Tækni­m­inja­safnið)

Til­lag­an var samþykkt sam­hljóða af sveit­ar­stjórn­inni, en hún var svohljóðandi: 

„Sveit­ar­stjórn Múlaþings heim­il­ar ekki end­ur­bygg­ingu húsa á eft­ir­far­andi lóðum fyrr en hættumat ligg­ur fyr­ir og gerðar hafa verið full­nægj­andi ráðstaf­an­ir á of­an­flóðavörn­um á Breiðabliki, Fram­húsið, Berlín, Dags­brún, Sand­fell. og Ann­ars­kon­ar hús­næði: Silf­ur­höll­in, Turn­inn, Skipa­smíðastöðin, gamla skipa­smíðastöðin, Tækni­m­inja­safnið.“ 

Til­lag­an var unn­in í sam­vinnu við Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands og fel­ur hún í sér að þeir sem orðið hafa fyr­ir tjóni að fá full­ar bæt­ur úr sjóðnum sam­kvæmt bruna­bóta­mati.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina