Hafís í Grænlandssundi hamlar loðnumælingu

Myndin er tekin við kantinn utan við Barðagrunn um borð …
Myndin er tekin við kantinn utan við Barðagrunn um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni klukkan níu í dag. Ljósmyn/Hafrannsóknastofnun/Sigurður Jónsson

Gert er ráð fyr­ir að skip­in fimm sem nú eru við loðnu­mæl­ing­ar tak­ist að fara yfir allt yf­ir­ferðasvæðið í þess­ari viku, að því er fram kem­ur í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Þar seg­ir að haf­ís ná­lægt landi í Græn­lands­sundi muni hamla mæl­ing­um þar.

„Í fram­haldi af heild­ar yf­ir­ferðinni verða næstu skref ákveðin, meðal ann­ars með til­liti til hvort reynt verði að ná ann­arri um­ferð sem get­ur gefið minni óvissu á mæl­ing­un­um eða hvort haf­ís hafi hörfað eitt­hvað frá landi,“ seg­ir í færsl­unni.

Staðan leiðangursins að morgni 6. janúar.
Staðan leiðang­urs­ins að morgni 6. janú­ar. Skjá­skot

Það voru fimm skip sem héldu á miðin til mæl­inga á mánu­dag. Rann­sókna­skip­in Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son og upp­sjáv­ar­veiðiskip­in Aðal­steinn Jóns­son SU, Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF og Pol­ar Amar­oq.

Hægt er að fylgj­ast með yf­ir­ferð þeirra í raun­tíma hér.

mbl.is