Leikarinn Brian Austin Green tók á móti nýja árinu í sólinni á Havaí. Með honum í fríinu er dansarinn Shana Burgess en hafa þau sést láta vel hvort að öðru á ströndinni á eyjunni Kona á Havaí.
Green var gripinn glóðvolgur á flugvellinum með nýju kærustunni á jóladag en það var í fyrsta skipti sem hið nýja par sást saman.
„Þau eru að hittast og hafa gaman. Þau eru núna í fríi saman. Brian fannst gott að komast frá Los Angeles í nokkra daga,“ sagði heimildarmaður People.
Green og Burgess hafa bæði birt myndir úr fríinu á Instagram. Burgess virðist njóta sín vel á Havaí og sagði fríið það besta sem hún hefði upplifað.