Vindhviður allt að 70 metrar á sekúndu

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali í 2. búðum K2. Ljósmynd/Facebook

Aftakaveður er í 2. búðum fjallsins K2 þar sem fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er nú staddur. Vindhviður í efri búðum fjallsins ná allt að 70 metrum á sekúndu. 

„Veturinn hangir yfir K2. Það er útlit fyrir að hann verði hér áfram til 20. janúar,“ segir John Snorri í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. „Á meðan erum við að safna kröftum, halda hugarfari okkar einbeittu og skapi jákvæðu fyrir næstu hækkun,“ skrifar John Snorri. 

Feðgarnir Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali eru með John Snorra í 2. búðum, en þar hafa þremenningarnir verið síðan 29. desember. 

K2 er eini tind­ur heims, yfir átta þúsund metr­ar að hæð, sem ekki hef­ur verið klif­inn að vetri til. Ef John Snorra tekst ætl­un­ar­verkið verður hann sá fyrsti til þess að vinna það þrek­virki.

K2 er 8.611 metr­ar að hæð og er annað hæsta fjall heims, næst á eft­ir Mont Ev­erest sem er 237 metr­um hærra. John Snorri varð fyrst­ur Íslend­inga til að klífa tind­inn Lhot­se í Himalaja­fjall­g­arðinum, sem er 8.516 metra hár og fjórða hæsta fjall heims.

Hann er einnig eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur klifið K2 og einn fárra í heim­in­um til þess enda K2 talið eitt erfiðasta fjall heims þegar klif­ur er ann­ars veg­ar.

Ekki sá eini sem reynir hið ómögulega 

John Snorri er aftur á móti ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar reyna nú einnig við tindinn, eftir því sem fram kemur í Adventure Journal.  

Ýmsir hafa reynt við hinn 8.611 metra háa topp fjallsins að vetri til án árangurs. Segir í frétt Adventure Journal að litið sé á þetta afrek sem síðasta afrekið í fjallamennsku í Himalaja-fjöllunum sem eftir eigi að vinna. 

mbl.is