Fóðurprammi sökk í Reyðarfirði

Mynd frá aðgerðum kvöldsins.
Mynd frá aðgerðum kvöldsins. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfn­in á varðskip­inu Þór var kölluð út á ní­unda tím­an­um í kvöld þegar mik­ill leki kom að stór­um fóðurpramma sem þjón­ar fisk­eldisk­ví­um í Reyðarf­irði. Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar bár­ust upp­lýs­ing­ar starfs­mönn­um fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins í firðinum um að pramm­inn væri að sökkva og þegar í stað var haft sam­band við áhöfn­ina á Þór sem var kölluð út til aðstoðar.

Svo vildi ein­mitt til að varðskipið var statt í firðinum. Áhöfn á Þór gat af þeim sök­um brugðist afar hratt við beiðninni. Vonsku­veður er á svæðinu og aðstæður afar krefj­andi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Varðskips­menn­irn­ir sjó­settu létt­bát Þórs og höfðu öfl­ug­ar sjó­dæl­ur meðferðis. Þegar áhöfn­in á Þór kom á staðinn var ekk­ert hægt að gera. Pramm­inn var þá orðinn full­ur af sjó og mar­ar nú í kafi.

Von er á þjón­ustuaðilum í fyrra­málið til hefja und­ir­bún­ing þess að koma pramm­an­um aft­ur á flot. Talið er að olía sé um borð og hef­ur Um­hverf­is­stofn­un, Sam­göngu­stofu og fleiri viðeig­andi aðilum verið gert viðvart. Varðskipið Þór verður jafn­framt til taks á Reyðarf­irði ef á þarf að halda.

mbl.is