„Mig langar að finna friðinn“

Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mig lang­ar að finna friðinn. Mitt hlut­verk var að tryggja að það væri til flokk­ur eins og Pírat­ar sem setti það í for­gang að vernda borg­ara­rétt­indi og fókusera á þær lýðræðis­um­bæt­ur sem eru mögu­leg­ar með nýrri tækni,“ seg­ir Jón Þór Ólafs­son í sam­tali við mbl.is. Jón Þór, þingmaður pírata og formaður stjórn­skip­un­ar og eft­ir­lits­nefnd­ar, lýsti því yfir í dag að hann muni ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í þing­kosn­ing­un­um í haust. 

Jón Þór tók fyrst sæti á Alþingi árið 2013 og sat til árs­ins 2015, þegar hann sagði af sér þing­mennsku en strax við upp­haf þing­setu sinn­ar hafði hann lýst því yfir að hann myndi bara sitja hálft kjör­tíma­bil. Hann var síðan aft­ur kjör­inn á þing árið 2016 og hef­ur setið síðan.

„Þegar ég hætti [árið 2016] mat ég stöðuna rangt. Flokk­ur­inn var ekki orðinn sjálf­bær eins og kom síðan í ljós. Flokk­ur­inn náði ekki að halda flugi,“ sagði Jón Þór. Hann bætti því við að ljóst væri að flokk­ur­inn væri orðinn mjög stönd­ug­ur í dag. Hann seg­ir starfs­fólk flokks­ins frá­bært og gras­rót­ina öfl­uga. 

Fíkni­efnda­mál­in standa upp úr

Jón Þór seg­ir mál sem hann lít­ur á að hann geti kallað ár­ang­ur í starfi vera að Pírat­ar hafa sett fíkni­efna­mál á odd­inn.  

„Við fór­um fyrst af stað með fíkni­efna­stefn­una okk­ar, sem sagt að fíkni­efnam­is­notk­un er heil­brigðis­vanda­mál. Við sett­um það á odd­inn og kom­um því í umræðuna,“ seg­ir Jón Þór. 

„Þetta er eitt af grund­vall­ar­mann­rétt­inda­mál­un­um í sam­fé­lag­inu. Eins og fíkni­efna­stríðið hef­ur verið háð þá er fólk, sem er svo óheppið að vera háð ólög­leg­um fíkni­efn­um, þriðja flokks borg­ar­ar,“ seg­ir Jón Þór. Hann seg­ir fólk sem glím­ir við fíkn ekki hafa sömu rétt­indi og aðrir.

Rétt­arstaða neyt­anda varðandi hús­næðis­skuld­ir, veiðileyf­a­gjald og kvóta­mál, meira gagn­sæi og aðhald við stjórn­völd og nýja stjórn­ar­skrá­in eru mál sem Jón Þór nefn­ir sem hann seg­ir ár­ang­ur hafa náðst í. 

Hvað svo?

„Mig lang­ar bara í tíma til að hug­leiða, og gera ekki neitt. Því þegar ég geri ekki neitt þá fæ ég alltaf ein­hverj­ar frá­bær­ar hug­mynd­ir,“ seg­ir Jón Þór að lok­um. Hann seg­ir þríf­ast vel í um­hverfi þar sem hann lær­ir nýja hluti og get­ur miðlað þekk­ingu. „Læra og kenna,“ seg­ir hann. Hann nefn­ir ný­lega út­gefið þing­manna­spil sem hann gaf út fyr­ir jól­in sem dæmi um hvernig hann reyni að miðla þekk­ingu sinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina